Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 473  —  262. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneyta.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert var hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins árið 2017?

    Ætla má að hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins árið 2017 liggi nærri því að vera eftirfarandi:
    Kjöt og kjötafurðir 100%,
    fiskur og fiskafurðir 100%,
    mjólk og mjólkurafurðir 90%,
    grænmeti og ávextir 20%,
    brauð og kornvörur 20%.