Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 667, 149. löggjafarþing 302. mál: tekjuskattur o.fl. (fyrirkomulag innheimtu).
Lög nr. 142 21. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og fleiri lögum (fyrirkomulag innheimtu).


I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðsins „tollstjóra“ í 7. mgr. 51. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

2. gr.

     Á eftir orðinu „skatteftirlits“ í 1. málsl. 2. mgr. 94. gr. laganna kemur: og innheimtu, þ.m.t. kyrrsetningar.

3. gr.

     2. málsl. 5. mgr. 96. gr. laganna orðast svo: Upplýsingar um skattbreytingar skal senda öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar.

4. gr.

     5. málsl. 1. mgr. 98. gr. laganna orðast svo: Þá skal ríkisskattstjóri upplýsa aðra innheimtumenn ríkissjóðs um niðurstöður álagningar á einstaka aðila.

5. gr.

     5. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna orðast svo: Jafnframt skal upplýsa aðra innheimtumenn ríkissjóðs um fjárhæðir skattbreytinga.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 111. gr. laganna:
  1. Í stað 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skattar álagðir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð og annast innheimtumenn ríkissjóðs innheimtu þeirra. Innheimtumenn ríkissjóðs eru ríkisskattstjóri í umdæmi sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn í öðrum umdæmum, sbr. þó 2.–4. mgr. þessarar greinar og ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
  2. Í stað orðanna „tollstjóra“ og „tollstjóri“ í 2. málsl. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
  3. Í stað orðsins „tollstjóri“ í 2. málsl. 1. tölul. og „Tollstjóra“ í 2. málsl. 2. tölul. kemur: ríkisskattstjóri; og: Ríkisskattstjóra.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. mgr. 113. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. og „tollstjóra“ í 2. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
  2. 3. málsl. fellur brott.


II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

8. gr.

     Á undan orðinu „innheimtumönnum“ í 2. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: öðrum.

9. gr.

     Á eftir orðinu „skatteftirlits“ í 1. málsl. 2. mgr. 25. gr. laganna kemur: og innheimtu, þ.m.t. kyrrsetningar.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 31. gr. a laganna:
  1. Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. og „tollstjóra“ í 2. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
  2. 3. málsl. fellur brott.


III. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðsins „innheimtumanna“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: innheimtumanns.

12. gr.

     Á undan orðinu „innheimtumönnum“ í 2. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: öðrum.

13. gr.

     Á eftir orðinu „skatteftirlits“ í 1. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: og innheimtu, þ.m.t. kyrrsetningar.

14. gr.

     Í stað orðanna „Innheimtumaður ríkissjóðs skal“ og „hann hefur“ í 1. málsl. 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: Aðrir innheimtumenn ríkissjóðs skulu; og: þeir hafa.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 20. gr. a laganna:
  1. Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. og „tollstjóra“ í 2. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
  2. 3. málsl. fellur brott.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, nr. 109/2011, með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað orðanna „innheimtumanns ríkissjóðs“ í 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 21. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „lagðir á“ í 1. málsl. kemur: og innheimtir.
  2. 2. málsl. fellur brott.


V. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað orðsins „sýslumenn“ í 1. málsl. 2. mgr. 19. gr. laganna kemur: innheimtumenn ríkissjóðs.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

19. gr.

     Orðin „í Reykjavík tollstjóra“ í 2. mgr. 10. gr. laganna falla brott.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

20. gr.

     Í stað orðanna „innheimtumanni og skattgreiðanda“ í 4. málsl. 2. mgr. 25. gr. laganna kemur: skattgreiðanda og viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs.

21. gr.

     Á eftir orðinu „skatteftirlits“ í 1. málsl. 3. mgr. 38. gr. laganna kemur: og innheimtu, þ.m.t. kyrrsetningar.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 41. gr. a laganna:
  1. Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. og „tollstjóra“ í 2. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
  2. 3. málsl. fellur brott.


23. gr.

     Í stað orðanna „ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins, yfirskattanefnd og innheimtumenn ríkissjóðs“ í 1. málsl. 47. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri og aðrir innheimtumenn ríkissjóðs, skattrannsóknarstjóri ríkisins og yfirskattanefnd.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011, með síðari breytingum.

24. gr.

     Orðin „í Reykjavík tollstjóra“ í 2. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

25. gr.

     Í stað orðsins „innheimtumanns“ í 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: annarra innheimtumanna ríkissjóðs.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, með síðari breytingum.

26. gr.

     Í stað orðsins „tollstjóri“ í 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

X. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 122. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Tollstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. og „tollstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóra.
  2. Í stað orðsins „tollstjóra“ í e-lið 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
  3. Í stað orðsins „tollstjóra“ í 1. og 2. málsl. 5. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.


28. gr.

     Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. 1. mgr. 123. gr. laganna og „tollstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

29. gr.

     Í stað orðsins „tollstjóra“ í 1. mgr. 126. gr. laganna, „Tollstjóri“ í 2. mgr. sömu greinar og „Tollstjóra“ í 3. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóra; Ríkisskattstjóri; og: Ríkisskattstjóra.

30. gr.

     Á eftir orðinu „Tollstjóra“ í 1. mgr. 131. gr. laganna kemur: og eftir atvikum ríkisskattstjóra.

XI. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

31. gr.

     Í stað 2. málsl. 3. mgr. 85. gr. A laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Tollstjóri annast meðferð umsókna um greiðslu verðjöfnunar. Ríkisskattstjóri annast greiðslu.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

32. gr.

     Í stað orðanna „ökutækis o.fl. til innheimtumanns ríkissjóðs í því umdæmi þar sem þeir eru heimilisfastir og greiða gjald það sem þeim ber að standa skil á“ í 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: innlendrar framleiðslu á gjaldskyldum vörum til tollstjóra.

33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 25. gr. laganna:
  1. Orðin „og innheimtu“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu vörugjalds.


XIII. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

34. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Tollstjóri annast álagningu olíugjalds á innflutta gjaldskylda olíu sem aðrir en skráðir aðilar skv. 3. gr. flytja til landsins. Ríkisskattstjóri annast álagningu olíugjalds á skráða aðila skv. 3. gr. og innlenda gjaldskylda framleiðslu. Ríkisskattstjóri annast innheimtu olíugjalds af gjaldskyldri olíu.

35. gr.

     Orðin „innheimtumanni og“ í 4. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna falla brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988, með síðari breytingum.

36. gr.

     Í stað orðsins „tollstjórar“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna og „tollstjórar“ í 2. mgr. sömu greinar kemur: innheimtumenn ríkissjóðs; og: ríkisskattstjóri.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

37. gr.

     Í stað orðsins „tollstjóri“ í 4. mgr. 5. gr. a laganna kemur: ríkisskattstjóri.

38. gr.

     Í stað orðanna „tollstjóranum í Reykjavík“ í 3. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Orðin „og innheimtu“ í 1. mgr. falla brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ríkisskattstjóri annast innheimtu kolefnisgjalds.


XVII. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

40. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Tollstjóri skal annast álagningu af gjaldskyldum vörum í innflutningi, ríkisskattstjóri annast álagningu vegna innlendrar gjaldskyldrar framleiðslu og álagningu úrvinnslugjalds af ökutækjum. Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu úrvinnslugjalds.

41. gr.

     Í stað orðanna „og tollstjórinn í Reykjavík geta“ í 1. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: getur.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, með síðari breytingum.

42. gr.

     Í stað orðsins „tollstjóri“ í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um vitamál, nr. 132/1999, með síðari breytingum.

43. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 8. gr. laganna:
  1. 1. málsl. orðast svo: Ríkisskattstjóri annast innheimtu vitagjalds vegna íslenskra skipa og tollstjóri annast innheimtu vitagjalds vegna erlendra skipa.
  2. Í stað orðsins „innheimtumanni“ tvívegis í 2. málsl. kemur: álagningaraðila.


XX. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, með síðari breytingum.

44. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 28. gr. laganna orðast svo: Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu skipagjalds.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016.

45. gr.

     Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. 3. mgr. 118. gr. laganna og „tollstjóra“ í 4. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

XXII. KAFLI
Breyting á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum.

46. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 17. gr. laganna:
  1. 4. málsl. orðast svo: Innheimtumaður ríkissjóðs skal innheimta skipulagsgjald af gjaldskyldum mannvirkjum.
  2. 5. málsl. fellur brott.


XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, með síðari breytingum.

47. gr.

     Í stað orðanna „Tollstjórinn í Reykjavík og sýslumenn utan Reykjavíkur“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Innheimtumenn ríkissjóðs.

48. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019 en koma til framkvæmda 1. maí 2019 og tekur ríkisskattstjóri þá við óloknum málum innheimtusviðs tollstjóra. Jafnframt færist búnaður og ráðstöfunarréttur á þeim bankareikningum sem innheimtusvið tollstjóra nýtti í tengslum við innheimtu yfir til ríkisskattstjóra.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Starfsmenn innheimtusviðs tollstjóra sem eru í starfi þegar lög þessi koma til framkvæmda 1. maí 2019 verða starfsmenn hjá embætti ríkisskattstjóra og fer um rétt starfsmanna til starfa hjá embætti ríkisskattstjóra eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002, eins og við á hverju sinni. Ákvæði um auglýsingaskyldu í 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2018.