Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 739, 149. löggjafarþing 432. mál: virðisaukaskattur (gildisdagsetningar, virðisaukaskattsskylda alþjóðaflugvalla o.fl.).
Lög nr. 143 27. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (gildisdagsetningar, virðisaukaskattsskylda alþjóðaflugvalla o.fl.).


1. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Rekstraraðilum alþjóðaflugvalla hér á landi vegna þjónustu við millilandaloftför og farþega þeirra.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „farið fram“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: þ.m.t. þegar aðili hættir skráningarskyldri starfsemi.
  2. Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ríkisskattstjóri skal úrskurða aðila af virðisaukaskattsskrá liggi fyrir að hann hafi eigi sinnt tilkynningarskyldu sinni skv. 2. málsl. 1. mgr. um lok skráningarskyldrar starfsemi eða ef hann af öðrum ástæðum uppfyllir ekki lengur skilyrði skráningar að mati ríkisskattstjóra, þ.m.t. skv. 1. málsl. 5. mgr.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 5. tölul. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um þjónustu sem felst í afnotum af mannvirkjum á alþjóðaflugvöllum fyrir millilandaloftför, flugleiðsöguþjónustu sem veitt er slíkum förum og farþega- og flugverndarþjónustu á alþjóðaflugvöllum.
  2. Í stað orðsins „einkaloftfara“ í 2. málsl. 5. tölul., 2. málsl. 6. tölul. og 2. málsl. 7. tölul. kemur: loftfara í einkaflugi.


4. gr.

     Í stað orðanna „vöru- og torfærubifreiðar“ í 2. málsl. 6. tölul. 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: og vörubifreiðar.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 25. gr. laganna:
  1. Í stað „1. og 2. mgr.“ í 3. málsl. kemur: 1.–3. mgr.
  2. 4. málsl. fellur brott.
  3. Í stað „6. mgr.“ í 5. málsl. kemur: 7. mgr.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Jafnframt skal aðili ótilkvaddur leiðrétta virðisaukaskattsskil sín, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, þ.m.t. ef fram kemur mismunur á innsendum virðisaukaskattsskýrslum annars vegar og bókhaldi og ársreikningi hins vegar. Þrátt fyrir ákvæði 3. og 4. mgr. 15. gr. er heimilt að leiðrétta vantalinn innskatt að hámarki 100.000 kr. með skilum á virðisaukaskattsskýrslu þess uppgjörstímabils skv. 24. gr. þegar það uppgötvast, þó ekki síðar en með skilum á skýrslu fyrir síðasta uppgjörstímabil viðkomandi rekstrarárs.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi aðili sætt áætlun á grundvelli 2. mgr. 25. gr. en síðar kemur í ljós að áætlun hefur verið lægri en sá skattur sem honum bar að greiða skal áætla honum virðisaukaskatt að nýju í samræmi við það. Á sama hátt skal ákvarða eða endurákvarða aðila skatt ef í ljós kemur að honum hefur ekki verið gert að greiða virðisaukaskatt af allri sölu sinni, þ.m.t. sölu rekstrarfjármuna, eða ef ekki hefur verið lagður skattur á hann.
  4. Í stað „1. og 2. mgr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 1.–3. mgr.
  5. Í stað „3. mgr.“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: 4. mgr.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
  1. 5. mgr. fellur brott.
  2. 2. málsl. 6. mgr. fellur brott.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. A laganna:
  1. Í stað orðsins „Skattaðili“ í 1. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. kemur: Aðili.
  2. Í stað orðsins „skattaðili“ í 4. mgr. kemur: aðili.
  3. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Komi í ljós að aðili, sem felldur hefur verið af virðisaukaskattsskrá skv. 1. mgr., innheimti virðisaukaskatt í viðskiptum sínum eftir tímamark afskráningar skal hann skila þeim skatti í ríkissjóð án frádráttar í formi innskatts skv. 3. og 4. mgr. 15. gr. Verði leiðréttingu komið við gagnvart kaupanda fellur skilaskylda samkvæmt þessari málsgrein niður.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
  1. Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: eða ef virðisaukaskattur er endurákvarðaður til hækkunar.
  2. Við 1. mgr. bætast fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Gildisdagur vaxtatímabils dráttarvaxta skal vera sá sami og gjalddagi viðkomandi uppgjörstímabils. Fella má niður dráttarvexti hafi utanaðkomandi og óviðráðanleg ytri atvik, sem aðili ber ekki ábyrgð á, hamlað greiðslu á réttum tíma. Við endurákvörðun virðisaukaskatts sem tekur til fleiri en eins uppgjörstímabils innan sama árs og skuld og inneign myndast við sömu skattbreytingu skal jafna inneign vegna ofgreiðslu á fyrra uppgjörstímabili á móti skuld á síðara uppgjörstímabili áður en til álagningar dráttarvaxta kemur, hafi inneign myndast á fyrra uppgjörstímabili. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd ákvæða þessarar málsgreinar, þar á meðal um gildisdag vaxtatímabils í þeim tilvikum þegar skuld og inneign myndast við sömu skattbreytingu.
  3. Í stað „25. gr.“ og „grein“ í 4. mgr. kemur: 25. eða 29. gr.; og: greinum.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
  1. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef áætlun er breytt á grundvelli 3. mgr. 26. gr. eftir lok kærufrests fær aðili kærufrest að nýju.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef kveðinn er upp úrskurður vegna skýrslu sem berst eftir lok skilafrests skv. 24. gr., þar sem innskattur er talinn hærri en útskattur, skal endurgreiðsla fara fram innan sjö daga frá úrskurðardegi.


11. gr.

     Á eftir 29. gr. laganna kemur ný grein, 29. gr. A, svohljóðandi:
     Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina beiðni aðila um breytingu á ákvörðun um virðisaukaskatt, þó lengst sex tekjuár aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni. Beiðni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum. Þá skulu skilyrði 26. gr. uppfyllt ef um hækkun er að ræða. Víkja má frá þessum tímamörkum ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Aðila er heimilt að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

12. gr.

     Við 1. málsl. 3. mgr. 43. gr. laganna bætist: þó ekki vörum og þjónustu til endursölu og endanlegrar neyslu hér á landi.

13. gr.

     45. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisskattstjóra er heimilt að senda út tilkynningar og gefa út og taka á móti eyðublöðum eða öðrum gögnum samkvæmt lögum þessum rafrænt.

14. gr.

     Orðin „í hverju sveitarfélagi“ í 2. málsl. 46. gr. laganna falla brott.

15. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2018.