Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1519  —  509. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Frá minni hluta velferðarnefndar (AKÁ).


     1.      3. tölul. 3. mgr. orðist svo: Sjúklingar í forgrunni og starfsfólk til framfara.
     2.      Við 1. kafla, Forysta til árangurs.
                  a.      Á eftir orðinu „hlutverk“ í inngangsmálslið og 1. tölul. komi: og ábyrgð.
                  b.      5. tölul. orðist svo: Stofnanir heilbrigðisráðuneytisins geri árlega eigin starfsáætlun til að sinna verkefnum á sínu sviði sem taki m.a. mið af heilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunum heilbrigðisráðherra en einnig staðbundnum aðstæðum.
                  c.      8. tölul. orðist svo: Stjórnendur á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins séu valdir út frá faglegri hæfni þar sem m.a. séu gerðar kröfur um staðgóða þekkingu og/eða reynslu í heilbrigðismálum, leiðtogahæfileika og reynslu í stefnumiðuðum stjórnarháttum. Þeim sé veittur reglubundinn stuðningur og þjálfun á þessum sviðum.
                  d.      Við 10. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ábyrgðarsvið allra heilbrigðisstofnana landsins gagnvart landsmönnum sé vel skilgreint, þ.e. allra sjúkrahúsa, lítilla og stórra, öldrunarstofnana, endurhæfingarstofnana og annarra stofnana sem veita heilbrigðisþjónustu, og með því tryggt að ljóst sé hvar, hvenær og hvaða þjónustu eigi að veita.
     3.      Við 2. kafla, Rétt þjónusta á réttum stað.
                  a.      Við 7. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Grunnmönnun í heilsugæslu um allt land verði tryggð og hlutur sérgreinalækna á heilbrigðisstofnunum um allt land aukinn.
                  b.      9. tölul. orðist svo: Byggingarframkvæmdir við Landspítalann við Hringbraut verði endurskoðaðar og byggingarframkvæmdum við Sjúkrahúsið á Akureyri verði lokið með góðri aðstöðu til að veita bráða og valkvæða heilbrigðisþjónustu á hátæknisviði og öfluga þjónustu á dag- og göngudeildum. Jafnframt verði staða minni sjúkrahúsa aftur efld með styrkingu á sérfræðiþjónustu.
                  c.      10. tölul. orðist svo: Hlutverk Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri sem háskólasjúkrahús hafi verið styrkt og þar verði veitt hátækniþjónusta og einnig þriðja stigs þjónusta.
     4.      Við 3. kafla, Fólkið í forgrunni.
                  a.      Við 3. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hugað verði að launum og starfskjörum.
                  b.      Fyrirsögn kaflans orðist svo: Sjúklingar í forgrunni og starfsfólk til framfara.
     5.      Við 5. kafla, Skilvirk þjónustukaup.
                  a.      2. tölul. orðist svo: Kaup á heilbrigðisþjónustu byggist á þarfagreiningu og miðist við þarfir íbúanna á hverju landsvæði fyrir sig.
                  b.      3. tölul. orðist svo: Ef forgangsröðun er nauðsynleg verði sjúklingar með mesta þörf, bæði læknisfræðilega og félagslega, og verst lífskjör settir í forgang.
                  c.      6. tölul. orðist svo: Fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið þróað og innleitt við fjármögnun á heilsugæslu um land allt. Tekið verði tillit til þess að heilsugæsla á landsbyggðinni er ekki einkarekin.
                  d.      7. tölul. orðist svo: Fjármögnunarkerfi heilbrigðisþjónustu hvetji til aukinna gæða, með opinberum gæðastöðlum, betri heilsu notenda og góðs aðgengis að þjónustu.
     6.      4. tölul. 7. kafla, Hugsað til framtíðar, orðist svo: Heilbrigðisvísindasjóður verði stofnaður og veiti styrki til vísindarannsókna á sviði heilbrigðisvísinda á öllum stigum þjónustunnar.