Ferill 19. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 34/149.

Þingskjal 1695  —  19. mál.


Þingsályktun

um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.


    Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að vinna áætlun um stofnun ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur sem verði samstarfsvettvangur milli stofnana ríkis og sveitarfélaga. Hlutverk ráðgjafarstofu verði að bjóða upp á aðgengilega ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar fyrir innflytjendur um nauðsynlega þjónustu, réttindi þeirra og skyldur. Áætlunin verði unnin í samvinnu við innflytjendaráð, opinberar stofnanir, sveitarfélögin, félagasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Ráðherra kynni Alþingi áætlun um verkefnið eigi síðar en 1. janúar 2020.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2019.