Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 500  —  167. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um aldur ríkisstarfsmanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið aldursdreifing ríkisstarfsmanna sem hafa fengið fastráðningu eða verið skipaðir í embætti síðastliðin 10 ár? Óskað er eftir upplýsingum um skiptingu í aldursflokka frá 20–29 ára, 30–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri sem og um hlutfall hvers aldursflokks af öllum nýráðningum og skipunum í starf hjá ríkinu.

    Svarið byggist á upplýsingum úr mannauðskerfi Orra sem heldur utan um mannauð og launagreiðslur meginþorra ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs. Hlutfallsleg aldursdreifing nýráðinna á ári hverju kemur fram í eftirfarandi yfirliti.

Aldur ríkisstarfsmanna, sem hafa fengið fastráðningu.

Fjöldi 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Yngri en 30 ára 360 507 403 444 468 385 452 532 565 465
30–39 ára 415 444 411 477 478 421 503 535 532 631
40–49 ára 300 322 268 321 315 322 307 403 354 405
50–59 ára 213 205 171 197 193 220 265 304 276 299
60 ára og eldri 62 54 46 68 63 85 103 125 110 136
1.350 1.532 1.299 1.507 1.517 1.433 1.630 1.899 1.837 1.936
Hlutfall 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Yngri en 30 ára 27% 33% 31% 29% 31% 27% 28% 28% 31% 24%
30–39 ára 31% 29% 32% 32% 32% 29% 31% 28% 29% 33%
40–49 ára 22% 21% 21% 21% 21% 22% 19% 21% 19% 21%
50–59 ára 16% 13% 13% 13% 13% 15% 16% 16% 15% 15%
60 ára og eldri 5% 4% 4% 5% 4% 6% 6% 7% 6% 7%
100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Ótímabundin ráðning er hér skilið sem fastráðning.
Í launakerfinu er skráð ótímabundin ráðning, skipun og fleira.
Frá er talinn ótímabundin ráðning, tímavinna.

    Í þeim tilgangi að setja fram þessar upplýsingar um ráðningar eða skipanir voru teknar saman allar nýskráningar í launakerfinu og eingöngu miðað við ótímabundna ráðningu eða skipun. Hver starfsmaður er einungis talinn einu sinni. Þannig telst starfsfólk sem flyst á milli stofnana ekki til nýráðinna í þessu samhengi.