Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 562  —  153. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um hvalreka.


    Ráðuneytið óskaði umsagnar Hafrannsóknastofnunar um þessa fyrirspurn og byggist svar ráðuneytisins að hluta til á umsögn stofnunarinnar.

     1.      Hversu oft hefur verið tilkynnt um hvalreka á undanförnum 10 árum? Svarið óskast sundurliðað eftir dagsetningu, strandstað, tegund og fjölda dýra á hverjum stað.
    Í gagnagrunni Hafrannsóknastofnunar eru skráðir 237 hvalrekar á tímabilinu 1. janúar 2009 til 9. október 2019. Eftirfarandi listi sýnir þá hvalreka sem skráðir eru í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar undanfarin 10 ár samkvæmt umbeðinni sundurliðun.

Listi yfir hvalreka 1. janúar 2009–9. október 2019 samkvæmt óbirtum gögnum Hafrannsóknastofnunar.

Dagsetning Tegund Fjöldi dýra Strandstaður
5/1/2009 búrhvalur 1 Barðaströnd
28/1/2009 búrhvalur 1 Meðalland
3/3/2009 hnísa 1 Súgandafjörður
16/4/2009 búrhvalur 1 Skagafjörður
21/4/2009 andarnefja 1 Reynisfjara
23/4/2009 hnúfubakur 1 Reykjanes
5/5/2009 hnýðingur 1 Reykjanes
20/5/2009 hnúfubakur 1 Reykjanes
31/5/2009 leiftur 1 Landeyjasandur
15/6/2009 hnýðingur 1 Skagafjörður
15/6/2009 háhyrna 1 Reykjanes
17/6/2009 hnýðingur 1 Ísafjarðardjúp
2/7/2009 hnísa 1 Þorlákshöfn
10/7/2009 hnýðingur 1 Reykjanes
20/7/2009 hnýðingur 1 Strandir
22/9/2009 leiftur 1 Öræfi
25/11/2009 háhyrna 1 Vestmannaeyjar
17/1/2010 leiftur 1 Breiðdalsvík
29/1/2010 hnísa 1 Landbrot
15/2/2010 rákahöfrungur 1 Fagradalsfjara
15/2/2010 hrefna 1 Fagradalsfjara
1/3/2010 andarnefja 1 Reyðarfjörður
11/3/2010 hnúfubakur 1 Reynisfjara
24/3/2010 hnúfubakur 1 Eyjafjallasandur
26/3/2010 hnísa 1 Skagafjörður
21/5/2010 háhyrna 1 Reykjanes
1/6/2010 háhyrna 1 Skjálfandaflói
5/8/2010 ógr. meðalstór 1 Strandir
24/8/2010 steypireyður 1 Skagi
25/8/2010 steypireyður 1 Vatnsnes
26/8/2010 hnýðingur 1 Vatnsnes
26/8/2010 hnýðingur 1 Skagi
31/8/2010 leiftur 1 Héraðssandur
31/8/2010 höfrungar ógreint 1 Héraðssandur
20/9/2010 hnýðingur 1 Eyjafjörður
26/10/2010 hnýðingur 1 Snæfellsnes
20/12/2010 hnýðingur 1 Reykjanes
3/1/2011 búrhvalur 1 Hornafjörður
20/1/2011 ógr. meðalstór 1 Langanes
27/2/2011 hnúfubakur 1 Héraðssandur
21/3/2011 rákahöfrungur 1 Vopnafjörður
30/3/2011 búrhvalur 1 Landeyjasandur
30/3/2011 grindhvalur 1 Landeyjasandur
2/4/2011 rákahöfrungur 1 Víkurfjara
22/4/2011 háhyrna 1 Snæfellsnes
26/4/2011 búrhvalur 1 Reykjanes
2/5/2011 andarnefja 1 Snæfellsnes
7/5/2011 ógr. meðalstór 1 Reykjanes
29/6/2011 hnýðingur 1 Siglufjörður
1/7/2011 búrhvalur 1 Borgarfjörður eystri
14/7/2011 hnýðingur 1 Strandir
1/9/2011 rákahöfrungur 1 Reykjanes
12/12/2011 búrhvalur 1 Vopnafjörður
18/1/2012 grindhvalur 1 Hornafjörður
18/1/2012 búrhvalur 1 Snæfellsnes
1/3/2012 hnúfubakur 1 Stokkseyri
5/3/2012 búrhvalur 1 Barðaströnd
25/3/2012 búrhvalur 1 Snæfellsnes
1/4/2012 andarnefja 1 Álftarver
1/4/2012 rákahöfrungur 1 Breiðdalsvík
30/4/2012 hnísa 1 Álftafjörður
27/6/2012 hnísa 1 Reykjavík
29/6/2012 ógr. meðalstór 1 Selvogur
12/7/2012 norðsnjáldri 1 Eyjafjallasandur
16/7/2012 ógr. meðalstór 1 Strandir
7/8/2012 grindhvalur 1 Barðaströnd
18/8/2012 andarnefja 1 Fáskrúðsfjörður
22/8/2012 búrhvalur 1 Landeyjasandur
13/10/2012 hrefna 1 Snæfellsnes
15/11/2012 háhyrna 1 Snæfellsnes
16/11/2012 hnúfubakur 1 Landeyjasandur
20/1/2013 hnýðingur 1 Skógarsandur
11/2/2013 hnýðingur 1 Reykjanes
14/2/2013 hnísa 1 Reykjanes
13/4/2013 hnýðingur 1 Álftanes
13/4/2013 hnýðingur 1 Álftanes
2/5/2013 hnísa 1 Snæfellsnes
4/5/2013 háhyrna 5 Langanes
22/6/2013 grindhvalur 1 Eyjafjallasandur
22/6/2013 hrefna 1 Borgarbyggð
3/7/2013 háhyrna 1 Strandir
22/7/2013 hrefna 1 Hrútafjörður
7/8/2013 ógr. meðalstór tannhvalur 1 Snæfellsnes
21/8/2013 háhyrna 1 Landeyjasandur
28/8/2013 búrhvalur 1 Langanes
7/9/2013 grindhvalur 53 Snæfellsnes
11/9/2013 grindhvalur 1 Snæfellsnes
13/9/2013 grindhvalur 1 Barðaströnd
19/9/2013 grindhvalur 1 Snæfellsnes
21/9/2013 grindhvalur 1 Snæfellsnes
1/10/2013 langreyður 1 Borgarbyggð
1/10/2013 búrhvalur 1 Reykjanes
2/10/2013 grindhvalur 1 Borgarbyggð
14/10/2013 búrhvalur 1 Borgarbyggð
23/10/2013 hnýðingur 1 Snæfellsnes
27/1/2014 búrhvalur 1 Melrakkaslétta
29/1/2014 hnýðingur 1 Landeyjasandur
6/3/2014 hrefna 1 Barðaströnd
13/3/2014 rákahöfrungur 1 Reyðarfjörður
2/3/2014 hnúfubakur 1 Skarðströnd
7/5/2014 háhyrna 1 Barðaströnd
19/6/2014 hnúfubakur 1 Barðaströnd
8/8/2014 búrhvalur 1 Strandir
11/8/2014 grindhvalur 1 Melasveit
29/9/2014 ógr. meðalstór 1 Skagafjörður
3/10/2014 hrefna 1 Selvogur
13/10/2014 grindhvalur 1 Skagafjörður
13/10/2014 háhyrna 1 Reykjanes
17/10/2014 búrhvalur 1 Breiðdalsvík
28/10/2014 grindhvalur 1 Þykkvabæjarfjara
2/12/2014 hnýðingur 1 Borgarbyggð
1/1/2015 ógr. meðalstór 1 Skógarsandur
17/2/2015 hnúfubakur 1 Hvammsfjara
11/4/2015 léttir 1 Hornafjörður
6/5/2015 hrefna 1 Reykjanes
13/5/2015 andarnefja 1 Skagafjörður
9/6/2015 hnúfubakur 1 Hornafjörður
9/6/2015 búrhvalur 1 Barðaströnd
21/6/2015 langreyður 1 Snæfellsnes
4/8/2015 grindhvalur 1 Víkurfjara
17/8/2015 hnísa 1 Snæfellsnes
22/9/2015 búrhvalur 1 Sólheimasandur
27/9/2015 hrefna 1 Langanes
26/11/2015 hrefna 1 Seltjarnarnes
19/1/2016 búrhvalur 1 Öxarfjörður
2/3/2016 háhyrna 1 Snæfellsnes
13/3/2016 grindhvalur 1 Eyrabakki
28/3/2016 norðsnjáldri 1 Reykjanes
5/5/2016 búrhvalur 1 Eyjafjörður
6/5/2016 hnúfubakur 1 Þykkvabæjarfjara
7/6/2016 ógr. meðalstór 1 Eyjafjörður
3/7/2016 búrhvalur 1 Strandir
13/7/2016 langreyður 1 Strandir
13/7/2016 háhyrna 1 Strandir
23/7/2016 hrefna 1 Strandir
27/7/2016 hnýðingur 1 Hafnarfjörður
29/7/2016 grindhvalur 1 Landeyjasandur
7/8/2016 grindhvalur 1 Patreksfjörður
15/8/2016 grindhvalur 1 Reykjanes
25/8/2016 andarnefja 1 Héraðssandur
27/8/2016 grindhvalur 1 Strandir
27/8/2016 grindhvalur 1 Strandir
28/8/2016 hnúfubakur 1 Borgarfjörður eystri
1/9/2016 hnýðingur 1 Seltjarnarnes
1/9/2016 hnýðingur 1 Seltjarnarnes
20/9/2016 leiftur 1 Hestgerðisfjara
1/10/2016 hrefna 1 Borgarfjörður
25/11/2016 hnúfubakur 1 Strandir
26/12/2016 leiftur 1 Borgarfjörður
26/12/2016 ógr. meðalstór 1 Siglufjörður
8/1/2017 andarnefja 1 Héraðssandur
25/1/2017 búrhvalur 1 Melrakkaslétta
25/1/2017 langreyður 1 Snæfellsnes
12/4/2017 leiftur 1 Snæfellsnes
25/4/2017 búrhvalur 1 Selvogur
6/6/2017 búrhvalur 1 Borgarfjörður
14/6/2017 hrefna 1 Reykjanes
17/6/2017 ógr. stór reyðarhvalur 1 Fossfjara
9/7/2017 grindhvalur 1 Snæfellsnes
3/10/2017 sandreyður 1 Hrútafjörður
10/10/2017 andarnefja 1 Húnafjörður
8/1/2018 langreyður 1 Reykjanes
31/1/2018 andarnefja 1 Reykjavík
15/2/2018 norðsnjáldri 1 Snæfellsnes
1/3/2018 búrhvalur 1 Þjórsárósar
9/3/2018 hnúfubakur 1 Héðinsfjörður
19/3/2018 andarnefja 1 Vattarnes
25/3/2018 andarnefja 1 Seyðisfjörður
28/3/2018 búrhvalur 1 Strandir
4/4/2018 hnýðingur 1 Húnafjörður
16/4/2018 andarnefja 1 Héraðssandur
21/4/2018 grindhvalur 1 Stokkseyri
21/4/2018 andarnefja 1 Skagafjörður
23/5/2018 búrhvalur 1 Ísafjarðardjúp
23/5/2018 hnúfubakur 1 Strandir
26/5/2018 rákahöfrungur 1 Reykjanes
27/6/2018 hnýðingur 1 Skjálfandaflói
28/6/2018 háhyrna 1 Barðaströnd
28/6/2018 andarnefja 1 Þvottárskriður
28/6/2018 skugganefja 1 Hornafjörður
17/7/2018 grindhvalur 1 Snæfellsnes
5/8/2018 hrefna 1 Barðaströnd
6/8/2018 andarnefja 4 Skjálfandaflói
7/8/2018 hnúfubakur 1 Skagafjörður
10/8/2018 grindhvalur 1 Reykjavík
17/8/2018 andarnefja 2 Reykjavík
20/8/2018 skugganefja 1 Eskifjörður
20/8/2018 skugganefja 1 Norðfjarðarflói
20/8/2018 skugganefja 1 Breiðdalsvík
23/8/2018 andarnefja 1 Suðursveit
23/8/2018 andarnefja 1 Berufjarðarströnd
23/8/2018 hnísa 1 Bolungarvík
26/8/2018 hrefna 1 Reykjanes
28/8/2018 andarnefja 1 Strandir
28/8/2018 hrefna 1 Reykjanes
28/8/2018 andarnefja 1 Ingólfshöfði
29/8/2018 andarnefja 1 Skagafjörður
31/8/2018 andarnefja 1 Snæfellsnes
11/9/2018 andarnefja 3 Skjálfandaflói
21/9/2018 andarnefja 1 Skagafjörður
11/10/2018 andarnefja 1 Skjálfandaflói
22/10/2018 grindhvalur 1 Snæfellsnes
22/10/2018 grindhvalur 1 Ingólfshöfði
19/11/2018 norðsnjáldri 1 Vestmannaeyjar
26/11/2018 ógr. meðalstór 1 Reykjavík
26/11/2018 grindhvalur 1 Hrútafjörður
26/12/2018 andarnefja 1 Skjálfandaflói
21/3/2019 búrhvalur 1 Súgandafjörður
21/3/2019 búrhvalur 1 Ingólfshöfði
21/3/2019 hnísa 1 Vestmannaeyjar
21/3/2019 andarnefja 1 Vestmannaeyjar
21/3/2019 hnúfubakur 1 Suðursveit
28/5/2019 hrefna 1 Reykjavík
29/5/2019 ógr. stór reyðarhvalur 1 Landeyjasandur
29/5/2019 háhyrna 1 Strandir
15/6/2019 andarnefja 1 Hrútafjörður
3/7/2019 grindhvalur 14 Reykjanes
9/7/2019 hnýðingur 1 Reykjanes
21/7/2019 grindhvalur 1 Snæfellsnes
22/7/2019 hnúfubakur 1 Ísafjarðardjúp
23/7/2019 grindhvalur 50 Snæfellsnes
29/7/2019 grindhvalur 1 Breiðamerkursandur
6/8/2019 búrhvalur 1 Reykjanes
6/8/2019 grindhvalur 1 Snæfellsnes
8/8/2019 grindhvalur 1 Álftanes
8/8/2019 grindhvalur 1 Reykjanes
13/8/2019 grindhvalur 1 Seltjarnarnes
13/8/2019 grindhvalur 2 Reykjanes
15/8/2019 grindhvalur 1 Reykjanes
16/8/2019 grindhvalur 1 Reykjanes
16/8/2019 grindhvalur 1 Reykjavík
16/8/2019 hrefna 1 Breiðdalsvík
30/8/2019 háhyrna 1 Langanes
7/9/2019 grindhvalur 60 Langanes
12/9/2019 grindhvalur 1 Hvalfjörður
15/9/2019 ógr. meðalstór tannhvalur 1 Reykjanes
9/10/2019 búrhvalur 1 Óseyrartangi

     2.      Hefur verið skoðað hvaða tengsl kunna að vera á milli hvalreka og:
                  a.      umferðar skipa nálægt hvalavöðum, til að mynda hvalaskoðunarbáta,
                  b.      umferðar skipa sem senda frá sér öflug hljóðsjármerki, til að mynda herskipa og kafbáta,
                  c.      bergmálsrannsókna olíuleitarskipa,
                  d.      notkunar hvalafæla til að halda hvölum frá veiðarfærum skipa,
                  e.      notkunar hljóðsjárbauja og annarra hljóðmyndandi verkfæra við kafbátaleit, eða
                  f.      annarrar hljóðmengunar af mannavöldum?

    a. Ekki hefur verið gerð fræðileg úttekt á hugsanlegum tengslum milli almennrar skipaumferðar og tíðni hvalreka hér við land. Ýmsar erlendar rannsóknir á hvalrekum sýna að árekstrar skipa og hvala geti verið mikilvægur þáttur í dánartíðni hvala, einkum þar sem saman fer mikil skipaumferð og viðkvæmir stofnar hvala. Má þar m.a. nefna stofn langreyðar í Miðjarðarhafi en alvarlegasta dæmið er líklega sléttbakur (Íslandssléttbakur) í Norður-Atlantshafi. Þessi tegund var útbreidd í Norður-Atlantshafi fyrr á öldum en leifar stofnsins telja nú fáein hundruð dýra sem halda til við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Mikil skipaumferð á því svæði er talin hamla endurreisn stofnsins og hafa verið settar sérstakar siglingareglur vegna þess.
    Hvalaskoðun hefur aukist gífurlega um allan heim og er víða áhyggjuefni enda beinist hún oft sérstaklega að svæðum sem eru mikilvæg hvalastofnum. Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur á undanförnum árum fjallað í auknum mæli um þær hættur sem steðja að hvölum vegna siglinga bæði almennt ( iwc.int/ship-strikes) og sérstaklega vegna hvalaskoðunar ( iwc.int/whalewatching).
    Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir hér við land á áhrifum hvalaskoðunar á hegðun og möguleg langtímaáhrif á hvali. Niðurstöðurnar benda til að ágangur hvalaskoðunarskipa og báta í Faxaflóa hafi neikvæð áhrif á hegðun hrefnu, sérstaklega hvað varðar fæðunám (Christiansen et al., 2013). Hins vegar er ólíklegt að þessi truflun hafi varanleg alvarleg áhrif á líffræði (æxlunargetu) hvalanna til lengri tíma litið vegna hreyfanleika hvalanna innan hafsvæðisins við Ísland (Christiansen et al., 2015).
    b. Í gangi er fjölþjóðleg rannsókn þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda andarnefju og svínhvalareka, á árinu 2018, á ströndum margra landa við Norðaustur-Atlantshaf, m.a. hér við land. Í því sambandi er m.a. er litið til við viðveru herskipa og heræfingar sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefur þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér við landa á tengslum hvalreka og umferðar skipa sem senda frá sér öflug hljóðsjármerki.
    c. Ekki er vitað til að könnuð hafi verið tengsl milli hvalreka og bergmálsrannsókna olíuleitarskipa hér við land. Hins vegar eru sérfræðingar víð erlendis um borð í olíuleitarskipum sem fylgjast náið með og skrá niður sjáanlegt dýralíf í kringum skipin (fuglar og sjávarspendýr). Tilraunir fara að jafnaði ekki fram þegar hvalir sjást innan 180 desíbel marka frá rannsóknaskipi og náið er fylgst með þeim sjávarspendýrum sem sjást innan 160 desíbel marka. Þessir aðilar hafa vald til að stöðvað rannsóknir og notkun hljóðbúnaðar eftir þörfum. 1


    d. Hjá Hafrannsóknastofnun hafa verið framkvæmdar tilraunir með hnísufælur á þorskanetum en árangur slíkra tilrauna er takmarkaður enn sem komið er.
    e. Ekki er vitað til að slík gögn hafi verið tekin saman hér við land.
    f. Almennt er lítil aðgengileg vitneskja um slíkar rannsóknir í tengslum við hvalreka og ekki vitað til að slík gögn hafi verið tekin saman hér við land.

     3.      Hafa verið gerðar viðeigandi krufningar og sýnataka á strönduðum hvölum sem geta gefið upplýsingar um dánarorsök, svo sem:
                  a.      sjúkdómsvaldandi örverur,
                  b.      köfunarveiki, eða
                  c.      skaði á innra eyra vegna hljóðmengunar í nálægð við hvalina?

    Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2005 um aðkomu opinberra aðila að hvalrekum var Hafrannsóknastofnun falið meginhlutverk hvað varðar skráningu og rannsóknir. 2 Aðstæður ráða mestu um hvað hægt er að gera í hverju tilfelli. Oft eru hræin það gömul að notagildi sýna er mjög takmarkað. Reynt er að safna að lágmarki erfðasýnum úr öllum strönduðum hvölum til að fá áreiðanlegar tegundagreiningar en eins og segir að framan er ekki alltaf ljóst af útliti hræanna hvaða tegund er um að ræða. Jafnframt er reynt að safna öðrum sýnum, svo sem kjötsýnum, spiksýnum og magasýnum sem nýst geta við greiningu á fæðuvistfræði (ísótópar, fæðuleifar) og mengunarálagi (PCB, þungmálmar). Sérstök áhersla er lögð á að afla sýna úr þeim tegundum sem litlar upplýsingar eru til um, svo sem svínhvölum, þar sem sérhver viðbót getur gefið mikilvægar upplýsingar um líffræði tegundarinnar, svo sem kynfærum og sýnum sem nýst geta til aldursgreiningar (tennur, eyrnatappar, augu). Dánarorsök er, miðað við núverandi áherslur, sjaldnast hægt að ákvarða nema í tilfellum þar sem sjá má skýr ytri ummerki, t.d. um veiðarfæri eða skipsskrúfur. Það gildir einnig á heimsvísu að sjaldnast er hægt að segja fyrir með vissu um dánarorsök, enda þyrfti til þess umfangsmiklar og kostnaðarsamar krufningar sérhæfðra dýralækna.
    Hvað varðar sjúkdómsvaldandi örverur þá hefur hefur Hafrannsóknastofnun undanfarin ár tekið reglulega sýni sem nýtast í samstarfi við aðrar stofnanir til rannsókna á mögulegum veirusýkingum, svo sem Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Hér er þó ekki um kerfisbundið eftirlit að ræða heldur rannsóknir sem helgast af fræðilegum áhuga einstakra vísindamanna.

     4.      Er fyrirhugað að vinna slík sýni og leita niðurstaðna?
    Lengi vel var upplýsingum um hvalreka ekki safnað kerfisbundið en frá árinu 1981 hefur Hafrannsóknastofnun framkvæmt slíka skráningu með skipulögðum hætti (sjá m.a. Sigurjónsson o.fl., 1993; Víkingsson and Halldórsson, 2006). Með tímanum hefur safnast upp töluverður vefja og sýnabanki sem undanfarin ár hefur sýnt sig að vera mikilvægt innlegg í ýmsar alþjóðlegar rannsóknir. Litlu fjármagni hefur hins vegar verið varið til beinnar úrvinnslu þeirra sýna sem til eru enda um langtíma verkefni að ræða sem nú er farið að skila upplýsingum.
    Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur reglulega fengið sýni til skimunar á mögulegum sjúkdómsvöldum og Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknum sem m.a. byggjast á sýnatöku úr hvalrekum. Starfshópur opinberra aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að hvalrekum hefur unnið að endurskoðun verklagsreglna síðan 2018. Vinnunni er ólokið en ljóst er að Hafrannsóknastofnun mun áfram gegna lykilhlutverki varðandi skráningar hvalreka og annarra almennra líffræðirannsókna, en krufningar til að meta sjúkdómsvalda eða aðrar dánarorsakir verða væntanlega í umsjón dýralækna MAST. Ekki er þó líklegt að teknar verði upp slíkar krufningar nema e.t.v. í sérstökum tilfellum eins og tíðast víðast erlendis.

Tilvitnanir.
    Christiansen, F., Bertulli, C.G., Rasmussen, M.H., Lusseau, D., 2015. Estimating cumulative exposure of wildlife to non-lethal disturbance using spatially explicit capture-recapture models. J. Wildl. Manag. 79, 311–324. doi.org/doi.org/10.1002/jwmg.836
    Christiansen, F., Rasmussen, M., Lusseau, D., 2013. Whale watching boats disrupt the foraging activities of Minke whales in Faxaflói Bay, Iceland. Mar. Ecol. Prog. Ser. 478, 239–251.
    Sigurjónsson, J., Víkingsson, G., Lockyer, C., 1993. Two mass strandings of pilot whales (Globicephala melas) on the coast of Iceland. Rep Int Whal. Comm Spec. Issue 14, 407-423.
    Víkingsson, G.A., Halldórsson, S.D., 2006. Hvalrekar. Starfsemi Hafrannsóknastofnunar 2005, 20–21.

1    Sjá: www.pge.com/includes/docs/pdfs/shared/edusafety/systemworks/dcpp/seismic_survey8.pdf,
www.fisheries.noaa.gov/action/incidental-take-authorization-oil-and-gas-industry-geophysical-survey-activity-atlantic ,
https://www.fisheries.noaa.gov/webdam/download/84146686

2     www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Heilbrigdiseftirlit/VerklagsreglurHvalreki.pdf