Ferill 121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 27/150.

Þingskjal 1113  —  121. mál.


Þingsályktun

um mótun klasastefnu.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Stefnan feli í sér fyrirkomulag um hvernig hið opinbera efli stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila sem málið snertir. Stefnan verði unnin í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017–2019. Markmið nýrrar klasastefnu verði:
     a.      að ráðstafa fjármunum til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar með markvissum hætti,
     b.      að efla samvinnu vísinda og atvinnulífs,
     c.      að efla nýsköpun,
     d.      að efla samkeppnishæfni fyrirtækja, atvinnugreina og þjóðarinnar,
     e.      að efla hagsæld.
    Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skili skýrslu til Alþingis með niðurstöðum starfshóps fyrir 1. febrúar 2021.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 2020.