Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1690  —  435. mál.
Síðari umræða.Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Við 2. kafla, Markmið og áherslur.
     a.      Við kafla 2.1. Markmið um greiðar samgöngur. Tölul. 2.1.11 orðist svo: Miða skuli við að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er en hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þangað til nýr flugvöllur hefur verið byggður.
     b.      Við kafla 2.3. Markmið um hagkvæmar samgöngur. Orðin „og með innheimtu veggjalda“ í tölul. 2.3.10 falli brott.