Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 807  —  1. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Við sundurliðun 2 bætist eftirfarandi:

Heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis.


    Við þann hóp listamanna sem nýtur heiðurslauna samkvæmt ákvörðun Alþingis 28. desember 2021, sbr. fjárlög fyrir árið 2022, sbr. málaflokk 18.30 Menningarsjóðir og lög um heiðurslaun listamanna, nr. 66/2012, bætast eftirfarandi listamenn:
     1.      Hildur Hákonardóttir
     2.      Kristín Þorkelsdóttir
     3.      Manfreð Vilhjálmsson
     4.      Þórhildur Þorleifsdóttir

Greinargerð.

    Á árinu 2021 bættust ekki fleiri listamenn við þann hóp sem naut heiðurslauna samkvæmt ákvörðun Alþingis 18. desember 2020, sbr. fjárlög fyrir árið 2021. Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022. Með breytingartillögunni er lagt til að fjórir listamenn bætist við þann hóp listamanna sem nýtur heiðurslauna.