Davíð Ólafsson

Davíð Ólafsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1963–1967 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1959, október–desember 1960, mars 1961, mars–apríl 1962 og október–nóvember 1962.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Bakkagerði í Borgarfirði eystra 25. apríl 1916, dáinn 21. júní 1995. Foreldrar: Björn Ólafur Gíslason (fæddur 4. september 1888, dáinn 1. júlí 1932) verslunarstjóri þar, bróðir Magnúsar Gíslasonar alþingismanns, og kona hans Jakobína Davíðsdóttir (fædd 17. ágúst 1882, dáin 27. apríl 1966) húsmóðir. Maki (31. maí 1941): Ágústa Þuríður Gísladóttir (fædd 4. apríl 1918) húsmóðir. Foreldrar: Gísli Jónsson og kona hans Sigrún Hildur Kjartansdóttir. Börn: Ólafur (1942), Sigrún (1955).

Stúdentspróf MR 1935. Las hagfræði við háskólana í Kiel og München 1935–1939, hagfræðipróf Kiel 1939.

Fiskimálastjóri 1940–1967. Bankastjóri við Seðlabankann 1967–1986.

Í stjórn Bjargráðasjóðs 1940–1967. Skipaður 1941 í nefnd til að semja frumvarp um orlof. Fulltrúi Íslands á ársfundum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Kaupmannahöfn 1946 og í Genf 1947 og síðan til 1967 á ýmsum fundum þeirrar stofnunar í Róm um sjávarútvegsmál. Fulltrúi Íslands á mörgum fundum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) og Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OEEC) á árunum 1947–1986. Í stjórn Hlutatryggingasjóðs bátaútvegsins, síðar Aflatryggingasjóðs 1949–1967. Fastafulltrúi Íslands í Alþjóðahafrannsóknaráðinu 1952–1967, í stjórn þess 1964– 1967. Fulltrúi Íslands í Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni 1954–1969, forseti nefndarinnar 1966–1969. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1954–1968, formaður 1967–1968. Skipaður 1954 í endurskoðunarnefnd laga um Fiskveiðasjóð Íslands. Kosinn 1954 í togaranefnd og 1955 í atvinnumálanefnd. Í sendinefnd Íslands á ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna um verndun lífrænna auðæfa hafsins í Róm 1955. Í sendinefnd Íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um réttarreglur á hafinu í Genf 1958 og 1960. Kosinn 1956 í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum. Í bankaráði Framkvæmdabankans 1961–1966 og í stjórn Framkvæmdasjóðs 1966–1968. Í stjórn Hafrannsóknastofnunar 1962–1969 og í stjórn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 1962–1970. Í Rannsóknaráði ríkisins 1962–1970. Formaður stjórnar Fiskveiðasjóðs 1967–1986 og formaður stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins 1969–1986. Í Fiskimálaráði 1968. Í nefnd til að endurskoða lög um Fiskveiðasjóð 1975. Formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordals 1986–1988. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 1990–1993.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1963–1967 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1959, október–desember 1960, mars 1961, mars–apríl 1962 og október–nóvember 1962.

Ritstjóri: Ægir (1955–1967).

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir