Drífa Hjartardóttir

Drífa Hjartardóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1999–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands apríl og nóvember 1992, nóvember 1993, nóvember–desember 1994, apríl–maí 1996, október 1997 og nóvember 1998.

6. varaforseti Alþingis 2005–2006.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 1. febrúar 1950. Foreldrar: Hjörtur Hjartarson (fæddur 23. desember 1929, dáinn 24. júlí 2008) vélfræðingur, kaupmaður og kona hans Jensína Guðmundsdóttir (fædd 9. september 1928) verslunarmaður. Maki (24. ágúst 1969): Skúli Lýðsson (fæddur 7. ágúst 1947) bóndi á Keldum á Rangárvöllum. Foreldrar: Lýður Skúlason bóndi og kona hans Jónína Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir. Börn: Lýður (1969), Hjörtur (1973), Skúli (1980).

Landspróf 1967 frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Stundaði nám í MR og hefur síðan sótt ýmis námskeið.

Bóndi frá 1973. Starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands fjóra mánuði á ári frá 1985. Meðhjálpari Keldnakirkju frá 1988.

Formaður kvenfélagsins Unnar 1985–1987, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 1987–1993, fulltrúi KÍ í Jafnréttisráði 1991–1999. Forseti Kvenfélagasambands Íslands frá 1994. Í undirbúningsnefnd Nordisk Forum í Finnlandi 1994. Sat ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995. Í stjórn Landverndar 1995–1999. Formaður Norrænu húsmæðrasamtakanna NHF frá 1996, formaður fræðslusambandsins Símenntar frá 1997. Kosin af kirkjuráði 1998 í jafnréttisnefnd kirkjunnar. Formaður sóknarnefndar Keldnasóknar. Í undirbúningsnefnd á vegum Rangárvallaprófastsdæmis fyrir kristnitökuafmælið. Í hreppsnefnd Rangárvallahrepps frá 1986, í héraðsnefnd Rangárvallasýslu frá 1986. Formaður skólanefndar Grunnskóla Hellu 1986–1998. Í stjórn Byggðasafnsins í Skógum frá 1992, í héraðsráði frá 1994, í skólanefnd Skógaskóla 1994–1998. Stjórnarformaður Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Lundar frá 1995. Varamaður (fulltrúi umhverfisráðherra) í stjórn Náttúruverndar ríkisins frá 1996. Formaður fræðslu- og æskulýðsnefndar Rangárvallahrepps frá 1998, formaður félagsmálanefndar Rangárvallahrepps frá 1998, formaður skólanefndar Skógaskóla frá 1998. Endurskoðandi Lífeyrissjóðs bænda frá 1998 (fulltrúi fjármálaráðherra). Í stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana (fulltrúi menntamálaráðherra). Í nefnd um varðveislu eigna hússtjórnarskólanna. Í stjórn Félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu 1982–1987, í kjördæmisráði frá 1982, í fulltrúaráði frá 1982. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1991–1999. Formaður sjálfstæðisfélagsins Fróða 1992–1995. Formaður landbúnaðarnefndar Sjálfstæðisflokksins 1993–1999.

Alþingismaður Suðurlands 1999–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands apríl og nóvember 1992, nóvember 1993, nóvember–desember 1994, apríl–maí 1996, október 1997 og nóvember 1998.

6. varaforseti Alþingis 2005–2006.

Umhverfisnefnd 1999, landbúnaðarnefnd 1999–2007 (formaður 2001–2007), iðnaðarnefnd 1999–2001, félagsmálanefnd 1999–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999, fjárlaganefnd 2001–2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 2003–2005, utanríkismálanefnd 2004–2007.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2001–2007.

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir