Haraldur Benediktsson

Haraldur Benediktsson
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).

8. varaforseti Alþingis janúar–ágúst 2019 (meðferð siðareglumála).

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 23. janúar 1966. Foreldrar: Benedikt Haraldsson (fæddur 20. ágúst 1924, dáinn 17. september 1995) bóndi á Vestri-Reyni og Halldóra Ágústa Þorsteinsdóttir (fædd 3. desember 1928, dáin 4. júlí 2008) húsmóðir og bóndi á Vestri-Reyni. Maki: Lilja Guðrún Eyþórsdóttir (fædd 26. ágúst 1964) ráðunautur og bóndi á Vestri-Reyni. Foreldrar: Eyþór Einarsson og Guðborg Aðalsteinsdóttir. Börn: Benedikta (1996), Eyþór (2001), Guðbjörg (2008).

Búfræðipróf frá Hvanneyri 1984.

Bóndi á Vestri-Reyni síðan 1995.

Í stjórn Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1996–1998 og síðar Búnaðarsamtaka Vesturlands 1999–2005, formaður 2002–2005. Fulltrúi á búnaðarþingi frá 2001. Formaður Bændasamtaka Íslands 2004–2013. Í verðlagsnefnd búvöru og í framkvæmdanefnd búvörusamninga 2004–2013. Í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands 2005–2013. Í miðstjórn NBC, Samtaka bænda á Norðurlöndum, 2004–2013, formaður 2008–2010. Formaður stýrihóps á vegum innanríkisráðuneytisins um „Ísland ljóstengt“ 2015–2018. Formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs 2016–2018.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).

8. varaforseti Alþingis janúar–ágúst 2019 (meðferð siðareglumála).

Atvinnuveganefnd 2013–2016, fjárlaganefnd 2013– (formaður 2016–2017), stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017.

Æviágripi síðast breytt 27. ágúst 2019.