Andrés Ingi Jónsson

Andrés Ingi Jónsson
  • Embætti: 5. varaforseti
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Píratar
  • 892-5427

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka, Píratar).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður júní–júlí 2015 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

5. varaforseti Alþingis síðan 2022.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 16. ágúst 1979. Foreldrar: Jón Halldór Hannesson (fæddur 22. maí 1952, dáinn 27. apríl 1997) kennari og ferðaþjónustubóndi og Guðrún Andrésdóttir (fædd 13. maí 1953) kennari og ferðaþjónustubóndi. Maki: Rúna Vigdís Guðmarsdóttir (fædd 20. desember 1979) forstöðukona. Foreldrar: Guðmar Magnússon og Ragna Bjarnadóttir. Börn: Halldór (2010), Ragna (2013).

Stúdentspróf FSu 1998. BA-próf í heimspeki HÍ 2004. Nám í þýsku við Freie Universität Berlin 2004–2005. Nám í heimspeki við Humboldt-Unversität zu Berlin 2005–2006. MA-próf í stjórnmálafræði University of Sussex 2007.

Starfsmaður á geðdeildum Landspítala 2002–2004. Blaðamaður á 24 stundum 2007–2008. Verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun HÍ 2009. Upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis 2009–2010. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2010. Nefndarritari hjá stjórnlagaráði 2011. Aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra 2011–2013. Ýmis verkefni fyrir landsnefnd UNICEF á Íslandi 2015–2016.

Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 2009–2013. Í starfshópi um aukinn þátt karla í jafnréttismálum 2011–2013. Í starfshópi um myrkurgæði 2012–2013. Varaformaður Félags stjórnmálafræðinga 2012–2013. Varamaður í stjórn Landsvirkjunar 2013–2014. Varamaður í þróunarsamvinnunefnd 2013–2015. Í Þingvallanefnd 2017–2018 og 2022–. Gerður heiðursfélagi Politicu, félags stjórnmálafræðinema, 2022.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka, Píratar).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður júní–júlí 2015 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

5. varaforseti Alþingis síðan 2022.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2019, velferðarnefnd 2017–2019, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019–2021, umhverfis- og samgöngunefnd 2021–.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2021–.

Æviágripi síðast breytt 19. júní 2023.

Áskriftir