Geir Gunnarsson

Geir Gunnarsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1959–1979, alþingismaður Reyknesinga 1979–1991 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) febrúar–mars 1957 og ágúst 1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 12. apríl 1930, dáinn 5. apríl 2008. Foreldrar: Gunnar Ingibergur Hjörleifsson (fæddur 7. ágúst 1892, dáinn 2. desember 1941) sjómaður og kona hans Björg Björgólfsdóttir (fædd 12. maí 1899, dáin 9. mars 1964) húsmóðir. Maki (22. júlí 1952): Ásta Lúðvíksdóttir (fædd 9. apríl 1930, dáin 29. júlí 2012) kennari. Foreldrar: Lúðvík Jónsson og kona hans Lovísa Guðrún Þórðardóttir. Börn: Gunnar (1953), Lúðvík (1959), Hörður (1962), Ásdís (1965), Þórdís (1965).

Stúdentspróf MR l951. Lagði stund á viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1951–1954.

Skrifstofustjóri Hafnarfjarðarbæjar mars 1954 til nóvember 1962. Varabæjarstjóri í Hafnarfirði 1954–1962. Aðstoðarríkissáttasemjari síðan 1991.

Í tryggingaráði 1967–1978. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og 1972 í þingmannanefnd til að endurskoða tekjuöflunarkerfi ríkisins. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1978–1987. Í stjórn Grænlandssjóðs 1981–1986. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1987 og 1989–1990. Í stjórn Skipaútgerðar ríkisins 1989–1992 og í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. síðan 1994. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 1990–1993. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands síðan 1994.

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1959–1979, alþingismaður Reyknesinga 1979–1991 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) febrúar–mars 1957 og ágúst 1959.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2019.