Jónína Bjartmarz

Jónína Bjartmarz

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 2000–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 (Framsóknarflokkur).

Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2006–2007.

2. varaforseti Alþingis 2003–2006.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 23. desember 1952. Foreldrar: Björn Stefán Óskarsson Bjartmarz (kjörfaðir, fæddur 17. maí 1930, dáinn 17. mars 2012) fulltrúi hjá Íslenskri endurtryggingu hf. og kona hans Helga Elsa Jónsdóttir (fædd 16. ágúst 1931) fulltrúi á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Maki (16. október 1976): Pétur Þór Sigurðsson (fæddur 29. mars 1954) hæstaréttarlögmaður. Foreldrar: Sigurður Sigfússon (kjörfaðir) húsasmíðameistari og fasteignasali og kona hans Bára Björnsdóttir húsmóðir. Synir: Birnir Orri (1985), Ernir Skorri (1989).

Stúdentspróf KHÍ 1974. Lögfræðipróf HÍ 1981.

Skrifstofustjóri Lögmannafélags Íslands 1978–1981. Fulltrúi hjá bæjarfógeta Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarness og sýslumannsins í Kjósarsýslu 1981. Fulltrúi hjá yfirborgarfógeta Reykjavíkur 1982 og hjá bæjarfógeta Ísafjarðar og sýslumanni Ísafjarðarsýslu 1982–1984. Fulltrúi á Lögfræðiskrifstofu Páls Arnórs Pálssonar hrl. og Stefáns Pálssonar hrl. 1984–1985. Hefur rekið Lögfræðistofuna sf. síðan 1985 ásamt eiginmanni sínum Pétri Þór Sigurðssyni. Skipuð 15. júní 2006 umhverfisráðherra og jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.

Formaður Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra 1996–2004. Formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í fíkniefnamálum 1998–1999. Í stjórn Landssíma Íslands hf. 1998–2002. Formaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, 1999–2001. Formaður verkefnisstjórnar um heilsufar kvenna 2001–2006. Formaður nefndar um endurskilgreiningu verksviða LSH og FSA frá 2003–2006. Í nefnd um Evrópumál frá 2004. Í stjórnarskrárnefnd 2005–2007.

Alþingismaður Reykvíkinga 2000–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 (Framsóknarflokkur).

Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2006–2007.

2. varaforseti Alþingis 2003–2006.

Utanríkismálanefnd 2000–2006 (varaformaður 2003–2004), landbúnaðarnefnd 2000–2003, heilbrigðis- og trygginganefnd 2000–2006 (formaður 2000–2006), félagsmálanefnd 2000–2003, allsherjarnefnd 2000–2006, kjörbréfanefnd 2000–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 2002–2003 og 2004–2007, efnahags- og viðskiptanefnd 2006.

Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2000–2001, Íslandsdeild NATO-þingsins 2001–2003, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2003–2006 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 6. mars 2020.

Áskriftir