Kristinn Pétursson

Kristinn Pétursson

Þingseta

Alþingismaður Austurlands 1988–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Austurlands janúar 1988, október–nóvember 1996 og janúar 1999 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Bakkafirði 12. mars 1952. Foreldrar: Pétur Árnason (fæddur 8. maí 1924, dáinn 19. febrúar 2013) rafveitustjóri þar og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir (fædd 24. júlí 1929, dáin 28. nóvember 1989) húsmóðir. Maki (14. júní 1975): Hrefna Sigrún Högnadóttir (fædd 29. september 1955) skrifstofumaður. Foreldrar: Högni Högnason og kona hans Hildur Friðjónsdóttir. Börn: Maja Eir (1979), Pétur (1981).

Lokapróf frá Vélskóla Íslands 1975.

Rak eigin útgerð á Bakkafirði 1975–1977. Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Útvers hf. þar síðan 1977. Framkvæmdastjóri við byggingu ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli 1985–1988.

Í hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps 1978–1986. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 1982–1985. Í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva síðan 1986.

Alþingismaður Austurlands 1988–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Austurlands janúar 1988, október–nóvember 1996 og janúar 1999 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2020.

Áskriftir