Kristín Einarsdóttir

Kristín Einarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Samtök um kvennalista).

1. varaforseti efri deildar 1991, 4. varaforseti Alþingis 1991, 5. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1989–1990.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 11. janúar 1949. Foreldrar: Einar Þorsteinsson (fæddur 7. nóvember 1919, dáinn 9. júní 1982) húsa- og skipasmíðameistari í Keflavík og kona hans Sigrid Toft (fædd 12. desember 1924, dáin 15. september 2009) framkvæmdastjóri. Maki (14. ágúst 1971): Kristján Már Sigurjónsson (fæddur 18. júlí 1946) verkfræðingur. Foreldrar: Sigurjón Kristjánsson og kona hans Kristín Ketilsdóttir. Synir: Einar (1969), Dagur (1980).

Stúdentspróf ML 1969. BS-próf í líffræði HÍ 1975. Cand. real. í lífeðlisfræði Óslóarháskóla 1979.

Kennari við Gagnfræðaskólann og Iðnskólann í Keflavík 1970–1971. Stundakennari og sérfræðingur í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands 1975–1977 og 1979–1984, lektor 1985–1986. Sérfræðingur í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands 1987.

Í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1985–1987 og í nefnd sem fjallaði um nýtt húsnæðislánakerfi 1985–1986. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1984 og 1994 og á umhverfisráðstefnu þeirra í Ríó 1992. Kosin í Evrópustefnunefnd 1988. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1988 og 1990. Var í nefnd til að endurskoða lög um jafnan rétt og stöðu kvenna og karla 1988–1989, nefnd til að endurskoða opinbera stefnu og lög um ferðamál 1989–1990, nefnd sem fjallaði um byggingu Náttúrufræðihúss og endurskoðun laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands 1989–1990. Var í nefnd til að fjalla um stefnu Íslendinga í hvalamálum 1993–1994 og í nefnd til að fjalla um fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts 1995. Formaður Samstöðu um óháð Ísland 1991–1993. Í Norðurlandaráði 1991–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1995.

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Samtök um kvennalista).

1. varaforseti efri deildar 1991, 4. varaforseti Alþingis 1991, 5. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1989–1990.

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2020.

Áskriftir