Kristín Halldórsdóttir

Kristín Halldórsdóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1983–1987, alþingismaður Reyknesinga 1987–1989 og 1995–1999 (Samtök um kvennalista, utan flokka, þingflokkur óháðra).

1. varaforseti neðri deildar 1986–1987.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1984–1985, 1996–1997 og 1998–1999.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Varmahlíð í Reykjadal 20. október 1939, dáin 14. júlí 2016. Foreldrar: Halldór Víglundsson (fæddur 11. júní 1911, dáinn 15. apríl 1977) smiður þar og 1. kona hans Halldóra Sigurjónsdóttir (fædd 26. júní 1905, dáin 10. apríl 1994) húsmæðrakennari og síðar skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugum, dóttir Sigurjóns Friðjónssonar alþingismanns, systir Braga alþingismanns og ráðherra og Arnórs varaþingmanns Sigurjónssona. Maki (24. desember 1963): Jónas Kristjánsson (fæddur 5. febrúar 1940, dáinn 29. júní 2018) ritstjóri DV. Foreldrar: Kristján Jónasson, sonur Jónasar Kristjánssonar alþingismanns, og kona hans Anna Pétursdóttir. Börn: Kristján (1964), Pálmi (1968), Pétur (1970), Halldóra (1974).

Stúdentspróf MA 1960. Kennarapróf KÍ 1961.

Blaðamaður við Tímann 1961–1964. Kennari við Digranesskóla í Kópavogi 1964–1966. Blaðamaður við Vikuna 1972–1974, ritstjóri 1974–1979. Starfskona Samtaka um kvennalista 1989–1995. Framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2001–2005.

Formaður Ferðamálaráðs 1989–1993.

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1983–1987, alþingismaður Reyknesinga 1987–1989 og 1995–1999 (Samtök um kvennalista, utan flokka, þingflokkur óháðra).

1. varaforseti neðri deildar 1986–1987.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1984–1985, 1996–1997 og 1998–1999.

Ritstjóri: Vikan (1974–1979).

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2020.

Áskriftir