Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur Helgadóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1956–1963, 1971–1979 og 1983–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–desember 1980, nóvember 1981, landskjörinn varaþingmaður (Reykvíkinga) apríl–maí 1982 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1983–1985, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987.

Forseti neðri deildar 1961–1962 og 1974–1978. 2. varaforseti sameinaðs þings 1959, 2. varaforseti neðri deildar 1959–1961 og 1962–1963.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 26. maí 1930, dáin 29. janúar 2016. Foreldrar: Helgi Tómasson (fæddur 25. september 1896, dáinn 2. ágúst 1958) yfirlæknir, sonarsonur Helga Hálfdanarsonar alþingismanns, og 1. kona hans Kristín Bjarnadóttir (fædd 29. maí 1894, dáin 8. júní 1949), hálfsystir Guðrúnar Pétursdóttur konu Benedikts Sveinssonar alþingismanns. Maki (9. september 1950): Þór Vilhjálmsson (fæddur 9. júní 1930, dáinn 20. október 2015) hæstaréttardómari. Foreldrar: Vilhjálmur Þ. Gíslason, bróðir Gylfa Þ. Gíslasonar alþingismanns og ráðherra, og kona hans Ingileif (Inga) Árnadóttir, dóttir Árna Jónssonar alþingismanns á Skútustöðum. Börn: Helgi (1951), Inga (1955), Kristín (1960), Þórunn (1968).

Stúdentspróf MR 1949. Lögfræðipróf HÍ 1958. Hdl. 1965.

Húsmóðir. Rak verslun í Reykjavík 1954–1955. Lögfræðingur mæðrastyrksnefndar 1959–1960 og 1964–1971. Ritstjóri Lagasafns 1982–1983. Skipuð 26. maí 1983 menntamálaráðherra, lausn 16. október 1985. Skipuð 16. október 1985 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí.

Var í skólamálanefnd 1957–1958 og í milliþinganefnd í tryggingamálum 1958–1959. Kosin 1959 í nefnd til þess að athuga um starfsskilyrði aldraðs fólks. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1963–1971 og 1979–1981. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965–1969. Kosin 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Skipuð 1968 í nefnd um velferðarmál aldraðra. Í tryggingaráði 1971–1978. Í Norðurlandaráði 1974–1980, formaður Íslandsdeildarinnar 1974–1978 og forseti ráðsins 1975. Skipuð 1975 í nefnd til endurskoðunar almannatryggingalaga og í nefnd um fæðingarorlof. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1963 og 1987–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1987–1991 og í forsætisnefnd þess 1988–1990. Skipuð 1992 formaður nefndar um lögfestingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu.

Alþingismaður Reykvíkinga 1956–1963, 1971–1979 og 1983–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–desember 1980, nóvember 1981, landskjörinn varaþingmaður (Reykvíkinga) apríl–maí 1982 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1983–1985, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987.

Forseti neðri deildar 1961–1962 og 1974–1978. 2. varaforseti sameinaðs þings 1959, 2. varaforseti neðri deildar 1959–1961 og 1962–1963.

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2020.

Áskriftir