Sigríður Jóhannesdóttir

Sigríður Jóhannesdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1996–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga apríl 1992, apríl–maí 1993 og apríl–júní 1996.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 10. júní 1943. Foreldrar: Jóhannes Guðnason (fæddur 29. september 1921, dáinn 18. ágúst 1990) iðnverkamaður og kona hans Aldís Jóna Ásmundsdóttir (fædd 9. maí 1922, dáin 14. febrúar 2008) húsmóðir. Maki (8. ágúst 1964): Ásgeir Árnason (fæddur 10. mars 1940) kennari. Foreldrar: Árni Gíslason og kona hans Ester Kláusdóttir. Börn: Jóhannes Gísli (1965), Þóra Kristín (1966), Ester (1975), Aldís (1982).

Stúdentspróf MR 1963. Nám í líffræði við Háskólann í Moskvu 1963–1965. Kennarapróf KÍ 1967. Nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1979–1980.

Kennari við Barnaskóla Selfoss 1965–1966 og Myllubakkaskóla í Keflavík 1969–1996.

Formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1990–1994. Í stjórn Kennarasambands Íslands 1982–1991. Formaður stjórnar orlofssjóðs Kennarasambands Íslands. Í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins frá 1991, formaður 1993–1995. Formaður Norræna félagsins á Suðurnesjum 1991–1999. Í stjórn Menningarsjóðs 1995–1999. Í Norðurlandaráði frá 1999, varaformaður Íslandsdeildar þess. Í Tryggingaráði síðan 2003.

Alþingismaður Reyknesinga 1996–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga apríl 1992, apríl–maí 1993 og apríl–júní 1996.

Menntamálanefnd 1996–1998 og 1999–2003, landbúnaðarnefnd 1996–1999 og 2000–2003, fjárlaganefnd 1997–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1998–1999.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999–2003.

Æviágripi síðast breytt 19. mars 2020.

Áskriftir