Svanfríður Jónasdóttir

Svanfríður Jónasdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1995–2003 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl 1984, mars 1990 (Alþýðubandalag).

Formaður þingflokks Þjóðvaka 1995–1996.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Keflavík 10. nóvember 1951. Foreldrar: Jónas Sigurbjörnsson (fæddur 8. júní 1928, dáinn 18. október 1955) vélstjóri og kona hans Elín Jakobsdóttir (fædd 24. október 1932, dáin 9. maí 1996) verkakona. Maki 1 (27. júlí 1973): Björn Grímsson (fæddur 27. júlí 1950). Þau skildu. Foreldrar: Grímur Björnsson og kona hans Margrét Oddgeirsdóttir. Maki 2 (26. desember 1976): Jóhann Antonsson (fæddur 31. maí 1946) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Anton Baldvinsson og kona hans Lilja Tryggvadóttir. Synir Svanfríðar: Pétur (1971), Kristján Eldjárn (1975), Jónas Tryggvi (1979).

Kennarapróf KÍ 1972. Stúdentspróf KÍ 1973. Dipl.Ed. KHÍ 2004. M.Ed. KHÍ 2005. Hagnýt jafnréttisfræði HÍ 2014.

Kennari við Grunnskólann í Dalvík 1974–1988 og 1991–1995, aðstoðarskólastjóri 1992–1993. Stofnaði saumaverkstæðið Gerplu á Dalvík árið 1986 og tók þátt í rekstri þess til 1988. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1988–1991. Tók þátt í uppbyggingu námsvers á Dalvík 2004–2006. Blaðamaður 2005–2006. Bæjarstjóri/sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð 2006–2014. Stofnaði ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. 2015.

Bæjarfulltrúi á Dalvík 1982–1990 og 1994–1998, forseti bæjarstjórnar 1988 og 1994–1995. Í fyrstu stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla 1984–1986. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1987–1989. Í forystu Samninganefndar ríkisins 1989–1991. Í auðlindanefnd forsætisráðherra 1998–2000, nefnd sjávarútvegsráðuneytis til að gera úttekt á gildi fiskmarkaða 2001–2002, í nefnd iðnaðarráðuneytis um flutning raforku 2003–2004. Í útvarpsráði 2003–2007. Í stjórn Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, 2003–2015. Í útvarpsráði 2003–2007. Í framtíðarhópi Samfylkingarinnar 2003–2005. Formaður stjórnar RHA 2005–2006, formaður verkefnisstjórnar vegna rannsókna á samfélagsáhrifum stórframkvæmda á Austurlandi 2006–2011, oddviti héraðsnefndar Eyjafjarðar og í héraðsráði 2006–2010, í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Símey, 2006–2012, í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2006–2014 og í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2006–2014. Formaður verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu vatnsafls og jarðvarma 2007–2011. Varafulltrúi í háskólaráði Háskólans á Akureyri 2008–2010, aðalfulltrúi frá 2010. Í stjórn Menningarfélagsins Berg ses. frá 2009 og í nefnd um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða (sáttanefndinni) 2009–2010. Í auðlindastefnunefnd forsætisráðherra 2011–2012. Formaður stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2012–2014.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1995–2003 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl 1984, mars 1990 (Alþýðubandalag).

Formaður þingflokks Þjóðvaka 1995–1996.

Sjávarútvegsnefnd 1995–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995, menntamálanefnd 1996–2000, iðnaðarnefnd 2000–2003.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1999–2003.

Æviágripi síðast breytt 15. apríl 2020.

Áskriftir