Helgi Hjörvar

Helgi Hjörvar

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2013–2016.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 9. júní 1967. Foreldrar: Úlfur Hjörvar (fæddur 22. apríl 1935, dáinn 9. nóvember 2008) rithöfundur og þýðandi og Helga Hjörvar (fædd 2. júlí 1943) forstjóri Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Maki (22. ágúst 1998): Þórhildur Elín Elínardóttir (fædd 14. apríl 1967) upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður. Foreldrar: Þorvaldur Axelsson og Elín Skeggjadóttir. Dætur: Hildur (1991), Helena (2003), María (2005).

Stundaði nám í MH 1983–1986. Heimspekinám HÍ 1992–1994.

Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar 1994–1998. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur 1999–2002.

Í stjórn Norrænu blindrasamtakanna 1994–1998. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 1994–2002. Formaður Blindrafélagsins 1996–1998. Í stjórn Sjónverndarsjóðsins 1996–2009. Formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur og stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur 1998–2002. Í borgarráði Reykjavíkur 1998–2000 og 2001–2002. Stjórnarformaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins 1998–2007. Formaður borgarmálaráðs Samfylkingarinnar 1999–2002. Í stjórn Landsvirkjunar 1999–2006. Í samgöngunefnd Reykjavíkur 2000–2002. Í stjórn Tæknigarðs 2000–2006, þar af formaður 2002–2006. Í hafnarstjórn Reykjavíkur 2002–2006. Í stjórn Fasteignastofu Reykjavíkur 2003–2006. Í stjórn Blindrabókasafnsins 2003–2009. Forseti Norðurlandaráðs 2010.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2013–2016.

Fjárlaganefnd 2003–2007, félagsmálanefnd 2003–2005 og 2006–2007, iðnaðarnefnd 2005–2007 og 2009, kjörbréfanefnd 2007–2011, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2011, umhverfisnefnd 2007–2009 (formaður), efnahags- og skattanefnd 2009–2011 (formaður 2009–2011), utanríkismálanefnd 2009–2013, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013 (formaður), stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2016.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007–2013 (formaður 2009–2013) og 2013–2014.

Æviágripi síðast breytt 6. nóvember 2019.

Áskriftir