Atli Gíslason

Atli Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður febrúar–mars 2004, mars 2005, apríl–maí 2006 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð)

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 12. ágúst 1947. Foreldrar: Gísli Guðmundsson (fæddur 30. október 1907, dáinn 29. desember 1989) leiðsögumaður og kennari og Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 24. apríl 1915, dáin 9. janúar 1997) húsmæðraskólakennari, húsmóðir og verkakona. Maki 1: Unnur Jónsdóttir (fædd 4. febrúar 1949) leikskólastjóri. Þau skildu. Foreldrar: Jón Eiríkur Gunnarsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir. Maki 2: Rannveig Sigurðardóttir (fædd 28. júní 1953) skrifstofumaður. Foreldrar: Sigurður Hallgrímsson og Guðrún Karlsdóttir. Synir Atla og Unnar: Jón Bjarni (1971), Gísli Hrafn (1974), Friðrik (1975). Fósturdóttir, dóttir Rannveigar: Guðrún Erna Levy (1991).

Stúdentspróf MR 1968. Lögfræðipróf HÍ 1974. Framhaldsnám í eignar- og þjóðlendurétti í Ósló 1974–1975. Hdl. 1979. Framhaldsnám í vinnurétti í Kaupmannahöfn 1981–1982. Hrl. 1989.

Við garðyrkjustörf með námi 1963–1974. Á síld sumarið 1968. Lögfræðingur hjá skattrannsóknardeild ríkisskattstjóra 1976–1980. Sjálfstætt starfandi lögmaður 1980–2007. Lögmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, síðar Eflingar – stéttarfélags, síðan 1982. Settur saksóknari 1989–1992 í ýmsum efnahagsbrotamálum og lögreglustjóri 1997 vegna rannsóknar á meðferð lögreglu á málum tengdum fíkniefnasala. Setudómari í Félagsdómi og í Hæstarétti. Nefndarmaður í gjafsóknarnefnd, refsiréttarnefnd og úrskurðarnefnd um ólögmætan sjávarafla 1992–2000.

Formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis 1975–1976. Rak ókeypis lögfræðiaðstoð 1976–1977. Lögfræðilegur ráðgjafi lögfræðiaðstoðar Orators ásamt fleirum síðan 1981. Í miðstjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga 1983–1991. Í Þingvallanefnd 2009–2010.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2007–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður febrúar–mars 2004, mars 2005, apríl–maí 2006 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð)

Allsherjarnefnd 2007–2009, 2009–2010 og 2010–2013, kjörbréfanefnd 2007–2009, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2011 (formaður 2009–2011), sérnefnd um stjórnarskrármál 2007 og 2009 (fyrri), 2009 (seinni), félags- og tryggingamálanefnd 2009, umhverfisnefnd 2009, iðnaðarnefnd 2009–2010, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010 (formaður), viðskiptanefnd 2010–2011, saksóknarnefnd 2010–2012, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009–2011.

Æviágripi síðast breytt 18. september 2019.

Áskriftir