Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 11. nóvember 1961. Foreldrar: Móses Guðmundur Geirmundsson (fæddur 22. mars 1942) yfirverkstjóri og Dóra Haraldsdóttir (f. 11. desember 1943) stöðvarstjóri. Maki: Ívar Jónsson (fæddur 27. janúar 1955) forstöðumaður. Foreldrar: Jón Gunnar Ívarsson og Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir. Sonur: Jón Reginbald (1992).

Stúdentspróf VÍ 1981. BBA-próf í viðskiptafræði frá University of Iowa 1984. Kennsluréttindanám frá Philipps-Universität, Marburg, 1987. MA-próf í þróunarhagfræði frá University of Sussex, Brighton, 1988. Dr. phil. í hagfræði frá University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST) Management School 1999.

Kennari við VÍ 1985–1986. Hagfræðingur hjá ASÍ 1988–1989. Lektor við HA 1989–1991. Ráðgjafi og námskeiðakennari hjá Iðntæknistofnun Íslands 1992–1993. Verkefnaráðinn ráðgjafi atvinnu- og félagsmálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar 1995–1997. Verkefnaráðinn sérfræðingur í sérfræðingahópi ESB 1997–1999. Kennari og sérfræðingur við Tækniháskólann í Luleå, Svíþjóð, 1999–2000. Dósent við Háskólann í Reykjavík 2000–2002. Prófessor við Háskólann á Bifröst 2003–2007. Verkefnaráðinn sérfræðingur í sérfræðingahópum ESB 2004–2009. Hagfræðingur hjá HÍ frá 2008.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka).

Efnahags- og skattanefnd 2009–2010 og 2011, félags- og tryggingamálanefnd 2009 (formaður), viðskiptanefnd 2009–2011 (formaður), menntamálanefnd 2009–2011, iðnaðarnefnd 2010–2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2009–2011 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 30. nóvember 2017.

Áskriftir