Gunnar Birgisson

Gunnar Birgisson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2006 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga október 1992.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. september 1947, dáinn 14. júní 2021. Foreldrar: Birgir Guðmundsson (fæddur 19. maí 1922, dáinn 17. febrúar 1962) matsveinn og Auðbjörg Brynjólfsdóttir (fædd 1. nóvember 1929, dáin 17. janúar 2000) starfsmaður heimilishjálpar í Reykjavík, móðir Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns. Maki (29. desember 1973): Vigdís Karlsdóttir (fædd 27. maí 1948) sjúkraliði. Foreldrar: Karl Þorláksson og kona hans Brynhildur Eysteinsdóttir. Dætur: Brynhildur (1968) og Auðbjörg Agnes (1976).

Stúdentspróf MR 1972. Próf í verkfræði frá HÍ 1977. M.Sc.-próf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg 1978. Doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri 1983.

Verkfræðingur hjá Norðurverki 1977 og Hönnun hf. 1979–1980. Verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. 1980–1994 og Klæðningar ehf. síðan 1986. Bæjarstjóri Kópavogs 2005–2009, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar 2015–2019 og sveit­ar­stjóri Skaft­ár­hrepps 2020.

Varaformaður Verktakasambands Íslands 1985–1986 og formaður þess 1986–1991. Í framkvæmdastjórn VSÍ 1985–1992, varaformaður VSÍ 1989–1992. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 1990. Formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990. Formaður stjórnar LÍN 1991–2009.

Alþingismaður Reyknesinga 1999–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2006 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga október 1992.

Efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2005, umhverfisnefnd 1999–2005, menntamálanefnd 2002–2005 (formaður).

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003–2005 (form.).

Æviágripi síðast breytt 11. júlí 2021.

Áskriftir