Hjálmar Jónsson

Hjálmar Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1995–2001 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra október og nóvember 1991, mars–apríl 1992, febrúar–mars og mars 1993, mars, október og desember 1994, janúar 1995.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Borgarholti í Biskupstungum 17. apríl 1950. Foreldrar: Jón Óli Þorláksson (fæddur 24. maí 1924, dáinn 2. febrúar 1982) járnsmiður og kona hans Árveig Kristinsdóttir (fædd 14. desember 1929, dáin 8. júlí 2002) húsmóðir. Maki (9. september 1973): Signý Bjarnadóttir (fædd 9. júlí 1949) líffræðingur, systir Jóns Bjarnasonar alþingismanns. Foreldrar: Bjarni Jónsson og kona hans Laufey Valgeirsdóttir. Börn: Kristinn (1973), Sigríður (1975), Reynir (1979), Ásta Sólveig (1985).

Stúdentspróf MA 1971. Guðfræðipróf HÍ 1976. Framhaldsnám í St. Paul í Bandaríkjunum 1993.

Sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli 1976–1980. Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli síðan 1980, prófastur síðan 1982. Vann við löggæslu, fangavörslu, sjómennsku o.fl. Kenndi við Húnavallaskóla, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Í ritstjórn landsmálablaðsins Feykis frá stofnun, í stjórn Prestafélags Hólastiftis. Í Hólanefnd frá 1982, formaður 1982–1987. Í fræðsluráði Norðurlandsumdæmis vestra frá 1982. Í skólanefnd Sauðárkróks 1982–1994, formaður lengst af. Í sálmabókarnefnd frá 1985. Í útvarpsráði 1991–1995. Í útvarpslaganefnd frá 1992. Í nefnd um endurskoðun laga um mannanöfn. Í nefnd um jöfnun námskostnaðar. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1995–1999. Í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands síðan 1997 og í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins síðan 1998.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1995–2001 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra október og nóvember 1991, mars–apríl 1992, febrúar–mars og mars 1993, mars, október og desember 1994, janúar 1995.

Fjárlaganefnd 1995–2001, allsherjarnefnd 1995–2001, landbúnaðarnefnd 1995–2001 (formaður 1999–2001), kjörbréfanefnd 1999–2001, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2000.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999–2001.

Hefur ort ljóð og sálma sem birst hafa í Sálmabókarviðbæti og samið smásögur og greinar um ýmis efni.

Ritstjóri: Landsmálablaðið Feykir. Ársrit USAH. Tímarit Prestafélags Hólastiftis.

Æviágripi síðast breytt 6. nóvember 2019.

Áskriftir