Pétur Sigurðsson

Pétur Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1959–1978 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1979–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti sameinaðs þings 1980.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Keflavík 1. júlí 1928, dáinn 15. desember 1996. Foreldrar: Sigurður Pétursson (fæddur 16. október 1895, dáinn 8. ágúst 1972) skipstjóri og útgerðarmaður þar, síðar í Reykjavík og kona hans Birna Ingibjörg Hafliðadóttir (fædd 2. október 1899, dáin 3. janúar 1986) húsmóðir. Maki 1 (11. september 1952): Sigríður Sveinsdóttir (fædd 1. júlí 1931) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Sveinn Ingvarsson, sonur Ingvars Pálmasonar alþingismanns, móðurbróðir Ingvars Gíslasonar alþingismanns og ráðherra, og kona hans Ásta Fjeldsted. Maki 2: Ásthildur Jóhannesdóttir (fædd 16. febrúar 1942, dáin 22. nóvember 2000) ræstitæknir. Foreldrar: Jóhannes Eiðsson og kona hans Guðbjörg Lilja Einarsdóttir. Börn: Péturs og Sigríðar: Sigurður (1955), Ásta (1956), Skúli (1961), Margrét (1966). Sonur Péturs og Auðar Gísladóttur: Pétur Rafn (1958). Synir Péturs og Láru Þorsteinsdóttur: Þorsteinn (1961), Hjálmar (1968).

Gagnfræðapróf Reykjavík 1944. Fiskimannapróf hið meira Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949 og farmannapróf 1951. Nám í hagræðingartækni og stjórnunarstörfum hjá Iðnaðarmálastofnun Íslands í Reykjavík 1961.

Háseti, bátsmaður og stýrimaður á vélbátum, togurum og farskipum 1943–1963, frá 1952 hjá Eimskipafélagi Íslands. Erindreki Sjálfstæðisflokksins milli þinga 1963. Forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði 1977–1992.

Kosinn í vinnutímanefnd 1961 og var formaður hennar. Formaður Sjómannadagsráðs 1962–1994, jafnframt formaður stjórnar Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna, Happdrættis DAS, Laugarásbíós, Bæjarbíós í Hafnarfirði og barnaheimilisins Hraunáss í Grímsnesi til 1992. Í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur 1960–1995. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1963–1987, formaður frá 1983. Í miðstjórn Alþýðusambands Íslands 1972–1976. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1968–1975. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1967–1972 og 1975–1984. Átti sæti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1972 og 1975. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1978. Í Norðurlandaráði 1983–1987. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1983–1987. Í öryggismálanefnd sjómanna 1984–1986, formaður nefndarinnar. Vann að stofnun SÁÁ og var í fyrstu stjórn þeirra samtaka. Formaður bankaráðs Landsbanka Íslands 1985–1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1986.

Alþingismaður Reykvíkinga 1959–1978 og 1983–1987, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1979–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti sameinaðs þings 1980.

Bókin Pétur sjómaður, skráð af Ásgeiri Jakobssyni, kom út 1995.

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.

Áskriftir