Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 428, 111. löggjafarþing 223. mál: heimild til að hækka útsöluverð áfengis og tóbaks.
Lög nr. 1 9. janúar 1989.

Lög um heimild til að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki.


1. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 16. gr. bráðabirgðalaga nr. 83/1988, um efnahagsaðgerðir, sbr. 7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14/1988, er fjármálaráðherra heimilt að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.

Samþykkt á Alþingi 6. janúar 1989.