Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1321, 111. löggjafarþing 335. mál: staðgreiðsla opinberra gjalda (forgangur skattkrafna við skipti).
Lög nr. 78 31. maí 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. lög nr. 90/1987, og um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.


1. gr.

     Orðin „Vanskilafé og álagi skv. 28. gr. skal við skipti á þrotabúum og skuldafrágöngubúum skipað í skuldaröð skv. 82. gr. laga nr. 3/1878“ í 2. mgr. 29. gr. laga nr. 45/1987, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987, falla brott.

2. gr.

     Orðin „Virðisaukaskatti og álagi ásamt endurheimtu of hárrar endurgreiðslu, sbr. 26. og 27. gr., skal við skipti á þrotabúum og skuldafrágöngubúum skipað í skuldaröð skv. 82. gr. laga nr. 3/1878“ í 2. mgr. 28. gr. laga nr. 50/1988 falla brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda um allar þær kröfur sem hér um ræðir og ekki hafa þegar verið gerðar upp við yfirstandandi búskipti.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1989.