Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 371, 112. löggjafarþing 90. mál: námslán og námsstyrkir (skipunartími stjórnar lánasjóðs).
Lög nr. 107 21. desember 1989.

Lög um breyting á lögum nr. 72/1982, um námslán og námsstyrki.


1. gr.

     3. mgr. 4. gr. orðist svo:
     Stjórnin skal skipuð til tveggja ára í senn. Skipunartími fulltrúa menntamálaráðherra og fjármálaráðherra skal þó takmarkaður við embættistíma þeirra ráðherra sem skipuðu þá eða tilnefndu sitji þeir skemur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og skal stjórn skv. 1. gr. skipuð við gildistöku laganna.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 1989.