Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 338, 112. löggjafarþing 52. mál: stofnun og slit hjúskapar (sáttatilraunir).
Lög nr. 132 28. desember 1989.

Lög um breyting á lögum um stofnun og slit hjúskapar, nr. 60 29. maí 1972.


1. gr.

     1. mgr. 44. gr. orðist svo:
     Áður en mál er höfðað til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar eða beiðst er leyfis til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar skal leita um sættir með hjónum og kanna grundvöll að framhaldandi sambúð. Prestar leita um sættir með hjónum eða löggiltir forstöðumenn trúfélaga. Nú er annað eða bæði hjóna utan trúfélaga eða hvort heyrir til sínu trúfélagi og má þá yfirvald leita um sættir. Mál er ekki unnt að höfða eða leyfi hægt að veita nema sáttatilraun hafi átt sér stað á síðustu 6 mánuðum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1989.