Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 853, 112. löggjafarþing 105. mál: hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit (þvingunarúrræði).
Lög nr. 28 11. apríl 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.


1. gr.

     Nýr töluliður, er verði 7. tölul. 29. gr., orðist svo:

        29.7.    Í þeim tilvikum, þar sem Hollustuvernd ríkisins fer með beint eftirlit samkvæmt lögunum, sbr. 2. tölul. 17. gr., eða samkvæmt ákvörðun ráðherra, sbr. 4. tölul. 13. gr., getur stofnunin beitt sama valdi og sömu þvingunarúrræðum og heilbrigðisnefndir skv. 27. gr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. apríl 1990.