Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1311, 112. löggjafarþing 580. mál: tekjuskattur og eignarskattur (persónuafsláttur og eignarskattur eftirlifandi maka).
Lög nr. 68 17. maí 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     5. málsl. 1. mgr. 64. gr. laganna orðist svo: Eftirlifandi maka skal ætíð heimilt að telja fram allar tekjur sínar og hins látna maka sem hjón væru í samræmi við ákvæði 63. gr., í allt að níu mánuði frá og með andlátsmánuði makans og fer þá um álagningu tekjuskatts og ákvörðun persónuafsláttar samkvæmt því.

2. gr.

     Við 81. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 51/1989, bætist ný málsgrein er orðist svo:
     Eignarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. málsl. 1. mgr., skal á dánarári maka eða sambúðaraðila hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við álagningu gjalda á árinu 1991 vegna tekna á árinu 1990 og eigna í lok þess árs.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.