Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 412, 113. löggjafarþing 34. mál: ráðstafanir vegna kjarasamninga (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 109 27. desember 1990.

Lög um ráðstafanir vegna kjarasamninga.


1. gr.

     Í stað orðanna „16. nóvember“ í 17. gr. laga nr. 119/1989, um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, komi: 1. september.

2. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, orðist svo:
     Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. öðlast þó gildi 1. september 1990. Ákvæði 2. gr. skulu gilda frá 1. janúar 1990.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1990.