Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 495, 113. löggjafarþing 213. mál: Húsnæðisstofnun ríkisins (stimpilgjald).
Lög nr. 130 31. desember 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 76/1989 og 70/1990.


1. gr.

  1. 5. mgr. 13. gr. laganna falli brott.
  2. 20.–22. gr. laganna falli brott.
  3. 7. mgr. 30. gr. laganna falli brott.

2. gr.

     Í stað 2. mgr. 94. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Eigi skal greiða stimpilgjald af lánssamningum sem Húsnæðisstofnun ríkisins gerir við framkvæmdaraðila vegna byggingar eða kaupa á félagslegum íbúðum. Skuldabréf, sem framkvæmdaraðili gefur út í verklok til Húsnæðisstofnunar ríkisins, eru einnig stimpilfrjáls.
     Eigi skal greiða stimpilgjald af skuldabréfum sem kaupendur félagslegra íbúða gefa út til Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þó skal greiða stimpilgjald við kaup á almennum kaupleiguíbúðum.

3. gr.

     Í stað orðanna „skv. 2. mgr. 102. gr.“ í 100. gr. laganna komi: skv. 101. gr.

4. gr.

     Lögin öðlast þegar gildi. Fjármálaráðherra er heimilt að endurgreiða stimpilgjald af skjölum þeim sem getur í 2. gr. og stimpluð voru eftir 1. júní 1990.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1990.