Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 15, 114. löggjafarþing 1. mál: stjórnarskipunarlög.
Lög nr. 56 31. maí 1991.

Stjórnarskipunarlög um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í 1. og 2. málsl. 8. gr. falli brott orðið „sameinaðs“.

2. gr.

     Í 3. mgr. 11. gr. falli brott orðin „í sameinuðu þingi“.

3. gr.

     22. gr. orðist svo:
     Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.

4. gr.

     Við 23. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
     Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.

5. gr.

     Eftirtaldar breytingar verði á 24. gr.:
 1. Í stað orðanna „áður en 2 mánuðir séu liðnir, frá því að það var rofið“ komi: áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið.
 2. Í stað orðanna „8 mánuðum“ komi: tíu vikum.
 3. Við bætist nýr málsliður: Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.


6. gr.

     Eftirtaldar breytingar verði á 28. gr.:
 1. Í stað orðanna „milli þinga“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: er Alþingi er ekki að störfum.
 2. Í stað orðanna „fyrir næsta Alþingi á eftir“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný.
 3. 2. mgr. greinarinnar orðist svo:
 4.      Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.


7. gr.

     32. gr. orðist svo:
     Alþingi starfar í einni málstofu.

8. gr.

     Síðari mgr. 34. gr. orðist svo:
     Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.

9. gr.

     35. gr. orðist svo:
     Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánaðar eða næsta virkan dag ef helgidagur er og stendur til jafnlengdar næsta árs hafi kjörtímabil alþingismanna ekki áður runnið út eða þing verið rofið.
     Samkomudegi reglulegs Alþingis má breyta með lögum.

10. gr.

     38. gr. orðist svo:
     Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.

11. gr.

     Eftirtaldar breytingar verði á 39. gr.:
 1. Í stað orðanna „Hvor þingdeild“ í upphafi greinarinnar komi: Alþingi.
 2. Í stað orðsins „innandeildarþingmönnum“ í fyrri málslið komi: alþingismanna.
 3. Í stað orðsins „Þingdeildin“ í upphafi síðari málsliðar komi: Alþingi.


12. gr.

     2. mgr. 42. gr. falli brott.

13. gr.

     Í upphafi fyrri málsgreinar 43. gr. falli brott orðið „Sameinað“.

14. gr.

     44. gr. orðist svo:
     Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

15. gr.

     45. gr. orðist svo:
     Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.

16. gr.

     Orðin „eið eða“ í 47. gr. falli brott.

17. gr.

     2. mgr. 48. gr. falli brott.

18. gr.

     49. gr. orðist svo:
     Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
     Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.

19. gr.

     52. gr. orðist svo:
     Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.

20. gr.

     53. gr. orðist svo:
     Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.

21. gr.

     54. gr. orðist svo:
     Heimilt er alþingismönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu.

22. gr.

     55. gr. orðist svo:
     Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.

23. gr.

     56. gr. orðist svo:
     Þyki Alþingi ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitthvert mál getur það vísað því til ráðherra.

24. gr.

     Í upphafi 57. gr. falli brott orðin „beggja þingdeilda og sameinaðs“.

25. gr.

     58. gr. orðist svo:
     Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.

26. gr.

     3. málsl. 61. gr. orðist svo: Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.

27. gr.

     
 1. Í 2. málsl. 1. mgr. 79. gr. falli brott orðin „beggja þingdeilda“.
 2. Í stað orðanna „báðar deildir“ í 3. málsl. 1. mgr. 79. gr. komi: Alþingi.


28. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 1991.