Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 108, 116. löggjafarþing 19. mál: kjaradómur (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 79 29. september 1992.

Lög um breyting á lögum nr. 92/1986, um Kjaradóm, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 6. gr. laga nr. 92/1986, um Kjaradóm, með síðari breytingum, bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
     Enn fremur skal Kjaradómur við úrlausn mála taka tillit til stöðu og þróunar kjaramála á vinnumarkaði, svo og efnahagslegrar stöðu þjóðarbúsins og afkomuhorfa þess.
     Telji Kjaradómur ástæðu til að gera sérstakar breytingar á kjörum einstakra embættismanna eða hópa skal þess gætt að það valdi sem minnstri röskun á vinnumarkaði.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Kjaradómur skal svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en 31. júlí 1992, kveða upp nýja úrskurði á grundvelli þessara laga.
     Gildistaka hinna nýju úrskurða skal miðast við 1. ágúst 1992.

Samþykkt á Alþingi 18. september 1992.