Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 434, 116. löggjafarþing 279. mál: lánsfjárlög 1992 (húsbréf).
Lög nr. 101 18. desember 1992.

Lög um breytingu á lánsfjárlögum fyrir árið 1992, nr. 2/1992.


1. gr.

     4. tölul. 4. gr. laganna orðast svo: Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins, allt að 16.000 m.kr., sbr. 35. gr. laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 1992.