Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 520, 118. löggjafarþing 303. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (útsvar af tekjum barna).
Lög nr. 152 30. desember 1994.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 90/1990, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
     Útsvar af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. og 3. mgr. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, skal vera 2% af tekjum umfram það lágmark sem tilgreint er í 2. mgr. 67. gr. sömu laga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995 og koma til framkvæmda við álagningu 1996 vegna tekna á árinu 1995.

Samþykkt á Alþingi 28. desember 1994.