Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 953, 118. löggjafarþing 402. mál: vátryggingastarfsemi (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 10 27. febrúar 1995.

Lög um breytingu á yfirstjórn vátryggingastarfsemi.


1. gr.

     Í stað orðsins „Atvinnumálaráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laga um ófriðartryggingar, nr. 2 21. janúar 1944, kemur: Ráðherra.

2. gr.

     Á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55 2. júní 1992, verða svofelldar breytingar:
  1. Í stað orðsins „tryggingamálaráðherra“ í 2. málsl. 2. gr. kemur: ráðherra.
  2. Í stað orðsins „Tryggingamálaráðherra“ í 26. gr. kemur: Ráðherra.

3. gr.

     Í stað orðsins „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 5. gr. laga um brunatryggingar, nr. 48 6. maí 1994, kemur: Ráðherra.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. mars 1995.


Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.