Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 335, 120. löggjafarþing 136. mál: staðgreiðsla opinberra gjalda (álag á vanskilafé).
Lög nr. 139 18. desember 1995.

Lög um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „sex“ í 2. mgr. kemur: fjóra.
  2. 5. mgr. greinarinnar orðast svo:
  3.      Við endurgreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skal bæta álagi sem skal vera 0,2% af endurgreiðslufjárhæð fyrir hvern byrjaðan mánuð frá því staðgreiðsla var innt af hendi og þar til endurgreiðsla fer fram.

2. gr.

     Síðari málsliður 6. mgr. 28. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     2. mgr. 34. gr. laganna orðast svo:
     Að móttekinni álagningarskrá skv. 1. mgr. skal ríkisskattstjóri ákveða greiðslustöðu hvers gjaldanda með samanburði á álagningarskrá og skrá um staðgreiðslu á staðgreiðsluárinu, að teknu tilliti til álags skv. 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað orðsins „verðbóta“ í 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna kemur: álags.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 1995.