Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 365, 120. löggjafarþing 74. mál: almenn hegningarlög (alþjóðasamningur um bann við pyndingum).
Lög nr. 142 20. desember 1995.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940.


1. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr töluliður, 9. tölul., svohljóðandi:
  1. Fyrir háttsemi, sem greinir í samningi gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 10. desember 1984. Mál samkvæmt þessum tölulið skal þó aðeins höfða eftir fyrirskipun dómsmálaráðherra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1995.