Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1037, 120. löggjafarþing 371. mál: sálfræðingar (stjórnskipuleg meðferð leyfisveitinga).
Lög nr. 54 29. maí 1996.

Lög um breyting á lögum um sálfræðinga, nr. 40/1976, sbr. lög nr. 68/1988.


1. gr.

     Í stað orðsins „menntamálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

2. gr.

     Í stað orðsins „menntamálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 7. gr. laganna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 68/1988, kemur: heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

3. gr.

     Í stað orðsins „Menntamálaráðuneytið“ í 9. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 68/1988, kemur: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 1996.