Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1026, 121. löggjafarþing 362. mál: atvinnuréttindi skipstjórnarmanna (nám skv. eldri lögum).
Lög nr. 30 5. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr liður, svohljóðandi:
  1. Heimilt er að gefa út atvinnuskírteini samkvæmt eldri lögum til þeirra sem hófu nám fyrir gildistöku laga nr. 62/1995, um breytingu á lögum þessum, en þó ekki lengur en til 31. ágúst 1999.


2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. apríl 1997.