Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1275, 121. löggjafarþing 487. mál: umferðarlög (ölvunarakstur, vátryggingarfjárhæðir o.fl.).
Lög nr. 48 22. maí 1997.

Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50‰, en er minna en 1,20‰, eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,25 milligrömmum í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.
  3. 3. mgr. orðast svo:
  4.      Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 47. gr. laganna:
  1. Inngangsmálsliður 1. mgr. orðast svo: Lögreglumaður getur framkvæmt öndunarpróf á ökumanni vélknúins ökutækis ef.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Lögreglumaður getur fært ökumann til rannsóknar á öndunarsýni eða til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 44. gr. eða 45. gr. eða hann neitar að láta framkvæma öndunarpróf eða er ófær um það. Ef grunur er um önnur brot en akstur undir áhrifum áfengis getur lögreglumaður auk þess fært ökumann til læknisskoðunar. Sama á við þegar grunur er um akstur undir áhrifum áfengis og sérstakar ástæður mæla með því.
  4. Við bætist ný málsgrein, er verður 3. mgr., og orðast svo:
  5.      Lögregla annast töku öndunarsýnis. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða meinatæknir annast töku blóðsýnis. Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr.
  6. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Öndunarpróf, öndunarsýni, blóðsýni o.fl.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 64. gr. laganna:
  1. Orðið „og“ í e-lið fellur brott.
  2. Við bætist nýr liður, er verður f-liður, og orðast svo: gjald fyrir viðurkenningu á gerð ökutækja og búnaði þeirra, og.
  3. Núverandi f-liður verður g-liður.


4. gr.

     65. gr. laganna, sbr. lög nr. 44/1993, orðast svo:
     Fela má hlutafélagi sem ríkissjóður á hlut í, Skráningarstofunni hf., að annast skráningu ökutækja, svo og aðra umsýslu varðandi skráningu ökutækja, gerð þeirra og búnað.
     Dómsmálaráðherra fer með mál er varða eignaraðild ríkisins að Bifreiðaskoðun hf. og Skráningarstofunni hf.

5. gr.

     2. mgr. 67. gr. laganna, sbr. lög nr. 44/1993, fellur brott.

6. gr.

     Á eftir XI. kafla laganna kemur nýr kafli, XI.a. SÉRAÐSTÆÐUR HREYFIHAMLAÐRA, með nýrri grein, 78. gr. a, er orðast svo:
     Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu fyrir hreyfihamlaða frá reglum um stöðvun og lagningu ökutækja, þar á meðal reglum um notkun stöðureita og gjald fyrir hana.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Vátryggingarfjárhæðir skv. 2. mgr. 91. gr. og 1. mgr. 92. gr. umferðarlaga skulu á árinu 1998 taka breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar frá 1. mars 1997.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 1997.