Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1079, 122. löggjafarþing 603. mál: kjaramál fiskimanna.
Lög nr. 10 27. mars 1998.

Lög um kjaramál fiskimanna.


1. gr.

     Efnisákvæði miðlunartillagna þeirra sem ríkissáttasemjari lagði fram til lausnar kjaradeilum á fiskiskipaflotanum þann 16. mars 1998 og birt eru í fylgiskjölum I–IV sem eru hluti af lögum þessum skulu frá gildistöku laga þessara gilda um kaup og kjör fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og aðildarfélögum Alþýðusambands Vestfjarða, svo og Vélstjórafélagi Íslands, Vélstjórafélagi Ísafjarðar, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja, með þeim breytingum sem fram koma í 2. gr.

2. gr.

     Séu færri menn á skipi sem stundar rækjuveiðar og landar daglega eða ísar afla um borð en við er miðað í skiptakjaraákvæðum kjarasamninga varðandi þær veiðar skiptist hlutur eða hlutir þeirra sem á vantar á milli þeirra sem á skipinu eru í réttu hlutfalli við skiptahlut þeirra.
     Ferðir til veiða utan efnahagslögsögu Íslands úr stofnum sem ekki eru íslenskir deilistofnar eru sérstakt kauptryggingartímabil og teljast því ekki til sama kauptryggingartímabils og aðrar veiðar skips.

3. gr.

     Vinnustöðvanir þeirra aðila sem um ræðir í fylgiskjölum I–IV, svo og verkföll og verkbönn og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða, eru óheimilar. Þó er aðilum heimilt að semja um slíkar breytingar en eigi má knýja þær fram með vinnustöðvun.

4. gr.

     Með brot gegn 3. gr. laga þessara skal fara að hætti opinberra mála og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 15. febrúar árið 2000. Ákvæði 1. mgr. 2. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. júní 1998.


Fylgiskjal I.

Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara
     
til lausnar kjaradeilu
Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna
aðildarfélaga þess lögð fram 16. mars 1998.
     
     (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning Sjómannasambands Íslands.)

1. gr.

     Síðastgildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

      1.03 Um hækkun kaupliða.
     Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

     2. mgr. 1.22. gr. orðist svo:
     Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b-lið 1. tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára aldurs verði 3.228.503 kr. pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

     Ný grein sem verður 3. mgr. 1.22. gr. orðist svo:
     Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

      Breyting á grein 1.23.
     Sóttdauðabætur hækki úr 1.298.184 kr. í 1.724.663 kr.

6. gr.

      Nýtt ákvæði í kafla 5.2 um frystitogara.
     Grein 5.29 verði svohljóðandi:
     Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/ 2 klst. af útivistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
     Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
     Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
     Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
     Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
     Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
     Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
     Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólarhringar.

7. gr.

      Breyting á grein 9.23.
     Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

8. gr.

      Nýtt ákvæði um endurmenntun.
     Skipverjum skal, í samráði við útgerðina, gefinn kostur á að sækja námskeið Slysavarnaskólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.
     Þann tíma sem skipverji sækir námskeið skal útgerðarmaður greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi útgerð.

9. gr.

      Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
     Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skulu ávallt tveir undirmenn sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.


Fylgiskjal II.

Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara
     
til lausnar kjaradeilu
Farmanna- og fiskimannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna
aðildarfélaga þess svo og kjaradeilu
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, Ísafirði,
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna
Útvegsmannafélags Vestfjarða
lögð fram 16. mars 1998.
     
     (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning FFSÍ.)

1. gr.

     Síðastgildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

      1.08 Um hækkun kaupliða.
     Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

     2. mgr. 1.35. gr. orðist svo:
     Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b-lið 1. tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára aldurs verði 3.228.503 kr. pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

     Ný grein sem verður 3. mgr. 1.35. gr. orðist svo:
     Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

      Breyting á grein 1.37.
     Sóttdauðabætur hækki úr 1.298.184 kr. í 1.724.663 kr.

6. gr.

     Grein 1.49 um endurmenntun orðist svo:
     Yfirmönnum skal í samráði við útgerðina gefinn kostur á að sækja endurmenntunarnámskeið með það að markmiði að auka hæfni þeirra í starfi sínu hjá útgerðinni, sbr. meðfylgjandi lista yfir viðurkennd námskeið.
     Til viðbótar námskeiðum samkvæmt tilgreindum lista geta önnur námskeið staðið yfirmönnum til boða samkvæmt nánara samkomulagi milli útgerðar og yfirmanna.
     Þann tíma sem yfirmaður sækir námskeið samkvæmt framangreindu skal útgerðarmaður greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi útgerð.
     
      Listi yfir viðurkennd endurmenntunarnámskeið.
 1. Siglingatæki. Notkun og greining á einföldum bilunum. Fiskleitar- og mælitæki, ratsjá, GPS, gírókompás og sjálfstýringar.
 2. Siglingasamlíkir ARPA (tölvuratsjá) og plott.
 3. Stöðugleiki og skipagerð (Flutningar og fiskiskip).
 4. Fjarskipti. Nýja öryggisfjarskiptakerfið GMDSS (Global Maritime Distress Safety System).
 5. Siglingatæki (ratsjár, Loran, GPS), ferilritar (plotter), dýptarmælar.
 6. Sjúkrahjálp fyrir sjómenn. Lyfjakistan (nýjar reglur), viðvera á slysadeild, bráðafrágangur slasaðra og flutningar, kynning á þyrludeild LHG og þyrlusveit lækna.
 7. Ýmis námskeið Slysavarnaskólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.


7. gr.

      Nýtt ákvæði í kafla 5.2 um frystitogara.
     Grein 5.26 verði svohljóðandi:
     Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/ 2 klst. af útivistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
     Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
     Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
     Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
     Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
     Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
     Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
     Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólarhringar.

8. gr.

      Breyting á grein 9.19.
     Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

9. gr.

      Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
     Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skal einn úr hópi skipstjórnarmanna ávallt sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.


Fylgiskjal III.

Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara
     
til lausnar kjaradeilu
     
Vélstjórafélags Íslands, Vélstjórafélags Suðurnesja, Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Vélstjórafélags Ísafjarðar
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna
Útvegsmannafélags Reykjavíkur, Útvegsmannafélags Akraness, Útvegsmannafélags
Snæfellsness, Útvegsmannafélags Vestfjarða, Útvegsmannafélags Norðurlands,
Útvegsmannafélags Austfjarða, Útvegsmannafélags Hornafjarðar, Útvegsbændafélags
Vestmannaeyja, Útvegsmannafélags Þorlákshafnar, Útvegsmannafélags Suðurnesja og
Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar
     
lögð fram 16. mars 1998.
     
     (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning Vélstjórafélags Íslands.)

1. gr.

     Síðastgildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

      1.08 Um hækkun kaupliða.
     Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

     2. mgr. 1.35. gr. orðist svo:
     Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b-lið 1. tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára aldurs verði 3.228.503 kr. pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

     Ný grein sem verður 3. mgr. 1.35. gr. orðist svo:
     Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

      Breyting á grein 1.37.
     Sóttdauðabætur hækki úr 1.298.184 kr. í 1.724.663 kr.

6. gr.

      1.49 Endurmenntun.
     Greinin orðist svo:
     Vélstjórum/vélavörðum skal gefinn kostur á að sækja a.m.k. eitt námskeið annað hvert ár með það að markmiði að auka hæfni þeirra í starfi hjá útgerðinni. Um er að ræða námskeið sem endurmenntunarnefnd vélstjóra á fiskiskipum hefur fjallað um og samþykkt.
     Þegar vélstjóri/vélavörður sækir námskeið skv. 1. mgr. skal það gert í samráði við útgerðarmann sem greiðir námskeiðsgjald og kauptryggingu fyrir þann tíma sem námskeiðið stendur. Uppihald og ferðakostnað greiðir útgerðarmaður eftir nánara samkomulagi.
     
      Endurmenntunarnefnd vélstjóra á fiskiskipum.
     Endurmenntunarnefnd vélstjóra á fiskiskipum verði skipuð tveimur fulltrúum VSFÍ og tveimur fulltrúum LÍÚ. Starfsmenn samtakanna starfa með nefndinni og undirbúa tillögur til nefndarinnar um fræðslumál og leggja fyrir hana kostnaðaráætlun fyrir einstök námskeið. Starfsmennirnir sjái um daglegan rekstur, framkvæmd námskeiða og annað það sem nefndin felur þeim.
     Hlutverk nefndarinnar er að taka ákvörðun um hvaða námskeið skuli boðið upp á, hvar og hvenær þau eru haldin. Þá skal nefndin skilgreina námskeiðskostnað og ákveða námskeiðsgjald. Almennt skal gera ráð fyrir að sérhvert námskeið standi undir sér kostnaðarlega. Nefndin móti reglur um framkvæmd námskeiða og er henni heimilt að leggja álag á námskeiðsgjald sem renni í varasjóð.
     
      Varasjóður endurmenntunarnefndar.
     Stofna skal varasjóð sem verði í umsjá nefndarinnar. Stofnfé sjóðsins verði 500.000 kr., sem LÍÚ og VSFÍ leggi til að jöfnu. Í sjóðinn renni hagnaður af námskeiðum og hann greiði tap af samþykktum námskeiðum. Nefndinni er heimilt að ráðstafa fé úr sjóðnum til námsgagnagerðar og tækjakaupa. Verði samstarfi slitið og sjóðurinn lagður niður skal ráðstafa eigum hans til tækjakaupa vegna vélstjórnarmenntunar sé einhugur um það í nefndinni. Ella skiptast eigur hans jafnt á milli LÍÚ og VSFÍ.
     
      Kostnaðaráætlun námskeiða.
     Fyrir hvert námskeið verði gerð kostnaðaráætlun sem verði lögð fyrir endurmenntunarnefnd til samþykktar. Í kostnaðaráætlun komi fram sundurliðun á eftirgreindum þáttum:
 1. Kostnaður við námsgagnagerð að frádregnum framlögum og styrkjum úr starfsmenntasjóði og frá öðrum aðilum.
 2. Kennsla og ferðakostnaður.
 3. Húsnæði, kaffi og tækjaleiga.
 4. Kynning og auglýsingar.
 5. Umsjónarkostnaður.
 6. Tillag í varasjóð.


7. gr.

      Nýtt ákvæði í kafla 5.2 um frystitogara.
     Grein 5.26 verði svohljóðandi:
     Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/ 2 klst. af útivistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
     Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
     Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
     Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
     Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
     Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
     Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
     Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólarhringar.

8. gr.

      Breyting á grein 9.19.
     Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

9. gr.

      Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
     Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skal einn úr hópi vélstjóra ávallt sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.

10. gr.

      Nýtt ákvæði: Úrskurðarnefnd.
 1. Komið skal á fót úrskurðarnefnd er hefur það hlutverk að skera úr um hvort koma skuli til sérstakra greiðslna til handa vélstjórum á fiskiskipum vegna breytts verksviðs þeirra og þátttöku í tæknivæðingu fiskiskipa.
 2. Nefndin skal skipuð 3 mönnum og tilnefnir hvor aðili sinn mann en sjávarútvegsráðherra oddamann sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar og getur ráðherra sett nefndinni tímamörk.
 3. Nefndin skal gefa báðum aðilum kost á að skila greinargerðum um málið og kynna það fyrir nefndinni. Hún skal einnig kanna sjálfstætt þær forsendur sem aðilar leggja til grundvallar málflutningi sínum, svo og hvort og hvernig þær eigi við hinar einstöku tegundir fiskiskipa.
 4. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að verksvið vélstjóra hafi breyst og álag í störfum aukist án þess að þeir hafi sérstaklega notið þess í launum skal hún úrskurða hvort þeim beri sérstakar greiðslur og ef svo er hversu miklar þær skulu vera og frá hvaða tíma þær eiga að koma til greiðslu.
 5. Úrskurður nefndarinnar er hluti af kjarasamningi aðila og tekur gildi frá úrskurðardegi.


11. gr.

     Í kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum komi nýr kafli sem kveði á um heimildir til að semja í fyrirtækjum um aðlögun ákvæða samningsins að þörfum og hagsmunum útgerðar og vélstjóra. Eftirgreind ákvæði mynda því ramma um formbundið samstarf vélstjóra og útgerðar og verði sérstakur kafli, næstur á eftir ákvæðum um orlof. Númer annarra greina breytist í samræmi við það.
     
      Fyrirtækjaþáttur kjarasamnings vélstjóra.
      1.0 Markmið.
     Markmið fyrirtækjaþáttar kjarasamnings er að efla samstarf vélstjóra og stjórnenda útgerðar með það fyrir augum að skapa forsendur fyrir bættum kjörum vélstjóra með aukinni framleiðni.
     Markmiðið er að þróa kjarasamninginn þannig að hann nýtist báðum aðilum til aukins ávinnings. Við það skal ávallt miðað að skilgreindur ávinningur skiptist milli vélstjóra og útgerðar eftir skýrum forsendum.
     
      2.0 Viðræðuheimild.
     Að jafnaði taki fyrirtækjaþáttur til allra starfsmanna útgerðarinnar sem kjarasamningurinn tekur til. Heimilt er þó að gera sérstaka samninga á einstökum skipum, sé um það samkomulag.
     Viðræður um fyrirtækjaþátt fara fram undir friðarskyldu almennra kjarasamninga og skulu teknar upp með samkomulagi beggja aðila. Þá komi skriflega fram til hverra samningnum sé ætlað að ná.
     Þegar viðræður hafa verið ákveðnar ber að tilkynna það VSFÍ og samtökum vinnuveitenda, VSÍ eða LÍÚ. Rétt er báðum aðilum, starfsmönnum og forsvarsmönnum útgerðar, að leita ráðgjafar hjá samningsaðilum og óska eftir ráðgjöf við gerð fyrirtækjaþáttar, en í þeim tilgangi skal stofnuð sérstök ráðgjafanefnd, skipuð fjórum mönnum, tveimur tilnefndum af LÍÚ og tveimur tilnefndum af VSFÍ, sem hefur einnig það markmið að flýta gerð fyrirtækjaþáttar einstakra útgerða. Báðir aðilar, starfsmenn og forsvarsmenn útgerðar, geta í sameiningu ákveðið að kalla hvor sinn fulltrúa til ráðuneytis við samningsgerð. Náist ekki samkomulag innan þriggja mánaða frá því að viðræður um fyrirtækjaþátt hófust getur hvor um sig án samráðs kallað ráðgjafa til þátttöku í viðræðunum.
     
      3.0 Fulltrúar vélstjóra – forsvar í viðræðum.
     Vélstjórar á hverju skipi geta valið fulltrúa úr sínum hópi eða tekið allir þátt í viðræðum við forsvarsmenn útgerðar skipsins.
     Fulltrúum í samninganefnd skal tryggður eðlilegur tími til að sinna undirbúningi og samningsgerð í vinnutíma. Enn fremur skulu þeir njóta sérstakrar verndar í starfi og er óheimilt að láta þá gjalda starfa sinna í samninganefnd.
     
      4.0 Upplýsingamiðlun.
     Áður en gengið er til gerðar fyrirtækjasamnings skulu stjórnendur upplýsa fulltrúa vélstjóra í samninganefnd um afkomu, framtíðarhorfur og starfsmannastefnu útgerðarinnar.
     Á gildistíma fyrirtækjasamnings skulu fulltrúar vélstjóra upplýstir um framangreind atriði og áherslur í rekstri tvisvar á ári. Þeir skulu gæta þagmælsku um þessar upplýsingar að því marki sem þær eru ekki til opinberrar umfjöllunar.
     
      5.0 Heimil frávik.
     Heimilt er með samkomulagi milli vélstjóra og útgerðarinnar að aðlaga ákvæði samningsins þörfum vinnustaðarins með frávikum frá ákvæðum kjarasamnings, enda náist samkomulag um endurgjald vélstjóra.
     
      6.0 Endurgjald vélstjóra.
     Takist samkomulag um aðlögun ákvæða kjarasamnings að þörfum útgerðar eða önnur frávik frá vinnuskipulagi, sem samkomulag hefur verið gert um, skal jafnframt samið um hlutdeild vélstjóra í þeim ávinningi sem útgerðin hefur af breytingum.
     Hlutur vélstjóra getur komið fram í verktengdri greiðslu, greiðslu fastrar upphæðar á mánuði eða ársfjórðungi, hæfisálagi, prósentuálagi á laun eða fastri krónutölu á tímakaup eða með öðrum hætti, allt eftir því hvernig um semst. Í samningnum skal þó koma skýrt fram í hverju ávinningur útgerðar felst, svo og endurgjald til vélstjóra. Hvort tveggja er frávik frá kjarasamningi og getur fallið niður við uppsögn skv. 7. gr. þessa kafla.
     
      7.0 Gildistaka, gildissvið og gildistími.
     Samkomulag um fyrirtækjaþátt skal vera skriflegt og skal það borið undir alla þá sem samkomulaginu er ætlað að taka til í leynilegri atkvæðagreiðslu sem hlutaðeigandi samninganefnd vélstjóra stendur fyrir. Samkomulag telst samþykkt ef það fær stuðning meiri hluta greiddra atkvæða hlutaðeigandi vélstjóra. Heimilt er samninganefnd vélstjóra að óska eftir því að Vélstjórafélagið gangi úr skugga um að umsamin frávik og endurgjald fyrir þau, heildstætt metið, standist ákvæði laga og kjarasamninga um lágmarkskjör. Hafi ekki komið tilkynning um annað innan fjögurra vikna telst samningurinn samþykktur af beggja hálfu.
     Heimilt er að láta fyrirtækjasamning gilda tímabundið til reynslu í allt að 3 mánuði og ganga þá endanlega frá efni hans í ljósi reynslunnar. Annars skal gildistími ótímabundinn. Að ári liðnu getur hvor aðili farið fram á endurskoðun. Náist ekki samkomulag um breytingar innan tveggja mánaða getur hvor aðili sagt fyrirtækjasamningi lausum með sex mánaða fyrirvara m.v. mánaðamót. Að þeim tíma liðnum fellur hvort tveggja niður, umsamdar breytingar og hlutdeild vélstjóra í ávinningi. Til að uppsögn sé bindandi þarf hún að hljóta stuðning meiri hluta hlutaðeigandi vélstjóra í sams konar atkvæðageiðslu og viðhöfð var við gildistöku samningsins. Segi útgerð upp fyrirtækjaþætti samnings skulu launahækkanir honum tengdar þó aðeins ganga til baka í þeim mæli sem nemur þeim kostnaðarauka sem leiðir af upptöku samningsákvæða.
     
      7.1 Áhrif fyrirtækjasamnings á ráðningarkjör.
     Breytingar á ráðningarkjörum sem leiða kunna af fyrirtækjasamningi eru bindandi fyrir alla hlutaðeigandi vélstjóra hafi þeir ekki mótmælt formlega gerð samningsins við stjórnendur útgerðar og samninganefnd vélstjóra áður en til atkvæðagreiðslu kom.
     Ákvæði fyrirtækjasamnings gilda jafnt um þá vélstjóra sem við störf eru þegar samningur er samþykktur samkvæmt ákvæðum þessa kafla, sem og þá sem síðar ráðast til starfa, enda hafi þeim verið kynnt efni hans við ráðningu.
     
      8. Meðferð ágreinings.
     Komi upp ágreiningur innan fyrirtækis um skilning eða framkvæmd fyrirtækjasamnings og ekki tekst að leysa hann með viðræðum á milli aðila á vinnustað er vélstjórum heimilt að leita aðstoðar Vélstjórafélagsins eða fela því málið til úrlausnar.
     Náist ekki samkomulag um mat á áhrifum uppsagnar skv. lokaml. 7. gr. getur hvor aðili skotið honum til úrskurðar óháðs aðila. 65% kostnaðar greiðist af fyrirtæki og 35% af starfsmönnum.


Fylgiskjal IV.

Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara
     
til lausnar kjaradeilu
     
Alþýðusambands Vestfjarða vegna
Sjómannafélags Ísfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga, Verkalýðs- og
sjómannafélags Bolungarvíkur,
Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, Verkalýðsfélagsins Skjaldar,
Verkalýðsfélags Hólmavíkur, Verkalýðsfélagsins Súganda,
Verkalýðsfélagsins Varnar, Verkalýðsfélagsins Brynju,
Verkalýðsfélags Tálknafjarðar og Verkalýðsfélags
Kaldrananeshrepps vegna sjómanna
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna f.h.
Útvegsmannafélags Vestfjarða
     
lögð fram 16. mars 1998.
     
     (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning Sjómannasambands Íslands.)

1. gr.

     Síðastgildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

      1.03 Um hækkun kaupliða.
     Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

     2. mgr. 1.22. gr. orðist svo:
     Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b-lið 1. tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára aldurs verði 3.228.503 kr. pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

     Ný grein sem verður 3. mgr. 1.22. gr. orðist svo:
     Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

      Breyting á grein 1.23.
     Sóttdauðabætur hækki úr 1.298.184 kr. í 1.724.663 kr.

6. gr.

      Breyting á grein 9.23.
     Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

7. gr.

      Nýtt ákvæði í kafla 5.2 um frystitogara.
     Grein 5.29 verði svohljóðandi:
     Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/ 2 klst. af útivistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
     Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
     Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
     Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
     Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
     Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
     Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
     Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólarhringar.

8. gr.

      Nýtt ákvæði um endurmenntun.
     Skipverjum skal í samráði við útgerðina gefinn kostur á að sækja námskeið Slysavarnaskólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.
     Þann tíma sem skipverji sækir námskeið skal útgerðarmaður greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi útgerð.

9. gr.

      Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
     Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skulu ávallt tveir undirmenn sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.

Samþykkt á Alþingi 27. mars 1998.