Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1544, 122. löggjafarþing 553. mál: tekjuskattur og eignarskattur (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.).
Lög nr. 95 16. júní 1998.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „eða teljast hafa af tekjur“ í 5. tölul. kemur: þar með talinn söluhagnað.
 2. Á eftir orðinu „sérþekkingu“ í 6. tölul. kemur: svo og af söluhagnaði vegna slíkra eigna.
 3. Á eftir orðinu „tekjur“ í 7. tölul. kemur: þar með talinn söluhagnað.


2. gr.

     2. mgr. 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Þó skal kaupverð hlutabréfa í eigu rekstraraðila, þar með talið einstaklinga, ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þeirra þegar það hefur verið hækkað eða lækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli eftir ákvæðum 26. gr. til söluárs, enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum.
 2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
 3.       Lögaðilar, sbr. 1. mgr. 2. gr., geta farið fram á að fresta tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa, þar á meðal skiptum á hlutabréfum, annarra en eigin bréfa, um tvenn áramót frá söludegi. Sama gildir um einstaklinga í atvinnurekstri enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum. Kaupi slíkur aðili önnur hlutabréf í stað hinna seldu innan þess tíma færist söluhagnaðurinn til lækkunar kaupverði þeirra bréfa. Nemi kaupverð hinna keyptu hlutabréfa lægri fjárhæð en söluhagnaðurinn telst mismunurinn til skattskyldra tekna. Ef hlutabréf eru ekki keypt innan tilskilins tíma telst söluhagnaðurinn til skattskyldra tekna á öðru ári frá því að hann myndaðist. Þegar skattskyldur söluhagnaður er ekki tekjufærður á söluári samkvæmt heimild í þessari málsgrein skal hann hækkaður eða lækkaður samkvæmt verðbreytingarstuðli eftir ákvæðum 26. gr. fram til þess árs þegar hann er tekjufærður.


4. gr.

     8. tölul. 31. gr. laganna orðast svo: Þá fjárhæð sem hlutafélög, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og félög og samlög sem falla undir 2. og 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. hafa fengið greidda í arð skv. 4. tölul. C-liðar 7. gr. af hlutum og hlutabréfum í félögum er greinir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. Ákvæði þetta skal einnig taka til arðs frá hlutafélögum sem skráð eru erlendis ef það félag sem arðinn fær sýnir fram á að hagnaður hins erlenda félags hefur verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi.

5. gr.

     Við 32. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Keypt viðskiptavild. Kaup á ófyrnanlegum réttindum skv. 50. gr. A teljast ekki til keyptrar viðskiptavildar.

6. gr.

     Við 38. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Keypt viðskiptavild að lágmarki 10% en að hámarki 20%.

7. gr.

     Við 52. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Kostnað vegna greiðslna, gjafa eða annars sem ólögmætt er skv. 109. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, til manna sem ráðnir eru eða kjörnir til opinberra starfa á sviði löggjafarvalds, dómsvalds eða stjórnsýslu, hvort heldur er á Íslandi eða í öðrum ríkjum eða hjá alþjóðasamtökum og stofnunum sem þjóðríki, ríkisstjórnir eða alþjóðastofnanir eru aðilar að.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstölunnar „33%“ í 1. mgr. kemur: 30%.
 2. Í stað hlutfallstölunnar „41%“ í 2. mgr. kemur: 38%.
 3. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal tekjuskattur þeirra lögaðila er greinir í 3. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. af fengnum arði skv. 4. tölul. C-liðar 7. gr. vera 10% af þessum tekjum.
 5. Í stað orðanna „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.


9. gr.

     Orðið „innlendum“ í 1. mgr. 78. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

     Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og koma til framkvæmda við álagningu á árinu 1999 vegna tekna á árinu 1998 og eigna í lok þess.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1998.