Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 635, 123. löggjafarþing 150. mál: breytingar á ýmsum skattalögum.
Lög nr. 159 28. desember 1998.

Lög um breytingar á ákvæðum ýmissa skattalaga.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Hvers konar greiðslur skv. 1.–6. tölul. þessarar greinar sem inntar eru af hendi að gengnum úrskurði stjórnvalda, dómi, dómsátt eða öðru samkomulagi eftir að raunverulegu launatímabili lýkur.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað ártalsins „1999“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: 2004.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 11. gr. laganna bætast sjö nýir töluliðir, 29.–35. tölul., sem orðast svo:
  1. Leyfi til reksturs fjarskiptaþjónustu 80.000 kr.
  2. Leyfi til reksturs almenns fjarskiptanets 20.000 kr.
  3. Leyfi til reksturs póstþjónustu 80.000 kr.
  4. Leyfi til sjónvarps
    1. til þriggja ára 96.000 kr.
    2. til fimm ára 160.000 kr.
    3. til sjö ára 224.000 kr.
  5. Leyfi til hljóðvarps
    1. til allt að tveggja mánaða 3.000 kr.
    2. til eins árs 22.000 kr.
    3. til tveggja ára 44.000 kr.
    4. til þriggja ára 66.000 kr.
    5. til fimm ára 110.000 kr.
  6. Leyfi til útvarps á afmörkuðum svæðum, sem útvarpsréttarnefnd telur ná til innan við 10 þúsund íbúa: 50% af þeim fjárhæðum sem greinir í 32. tölul. og b–e-liðum 33. tölul.
  7. Leyfisbréf fyrir lífeyrissjóð
    1. skv. 25. gr. laga nr. 129/1997 50.000 kr.
    2. skv. 52. gr., sbr. V. kafla laga nr. 129/1997 30.000 kr.
    3. skv. 53. gr., sbr. V. kafla laga nr. 129/1997 10.000 kr.


4. gr.

     Við 13. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, 14. og 15. tölul., er orðast svo:
  1. Skráning póstrekenda 10.000 kr.
  2. Skráning aðila sem veita fjarskiptaþjónustu 10.000 kr.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. 1. tölul. orðast svo:
    1. Fyrir útgáfu vegabréfa til útlanda fyrir 18–66 ára:
      1. Almennt gjald 4.600 kr.
      2. Fyrir skyndiútgáfu 9.200 kr.
      3. Fyrir neyðarvegabréf 2.300 kr.
  2. 2. tölul. orðast svo:
    1. Fyrir útgáfu vegabréfa til útlanda fyrir aðra:
      1. Almennt gjald 1.700 kr.
      2. Fyrir skyndiútgáfu 3.400 kr.
      3. Fyrir neyðarvegabréf 850 kr.
  3. Við greinina bætast tveir nýir töluliðir sem orðast svo:
    1. Fyrir ökuskírteini (fullnaðarskírteini) fyrir flokkana A, B, BE, C,
    2. CE, D og DE og til farþegaflutninga í atvinnuskyni 3.500 kr.
    3. Fyrir bráðabirgðaökuskírteini, ökuskírteini 65 ára og eldri og
    4. ökuskírteini fyrir flokkana M og T 2.000 kr.


IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

6. gr.

     2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Tekjum af bensíngjaldi skal einungis varið til vegagerðar samkvæmt vegáætlun, að frádregnum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við álagningu og innheimtu gjaldsins.

V. KAFLI
Gildistaka.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999, að undanskilinni 2. gr. laganna sem öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1998.