Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 523, 125. löggjafarþing 214. mál: Seðlabanki Íslands (breyting ýmissa laga, yfirstjórn).
Lög nr. 103 27. desember 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu, o.fl.


Breyting á lögum nr. 105/1945, um þátttöku Íslands í stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka samkvæmt tillögum Bretton Woods fundarins og um lántöku í því skyni.

1. gr.

     2. gr. laganna fellur brott.

Breyting á lögum nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands.

2. gr.

     Í stað orðsins „bankamál“ í 11. gr. laganna kemur: yfirstjórn Seðlabankans.

Breyting á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu.

3. gr.

     Við 19. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 88/1998, bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og hljóðar svo:
     Ráðherra skipar einn mann og annan til vara til fimm ára í senn til að taka sæti í sjóðsráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

4. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 21. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 88/1998, kemur: forsætisráðherra.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1999.